12.3.2018 | 11:33
"Gegnstreymisgatnamót" og 2 plús 1 eða 2 plús 2.
Umferðarmálin verða óhjákvæmilega vaxandi vandamál hér á landi og nauðsynlegt er að opna betur umræðuna og upplýsingaflæðið varðandi þau en verið hefur.
Einnig þarf umræðu um hugtökin, sem notuð eru og jafnvel endurskoðun á því hvað þau eru nefnd.
Vegna takmarkaðra fjárráða er ekki hægt að gera allt strax, sem hugurinnn girnist, svo sem að tvöfalda alla helstu vegi.
Hins vegar sýnir reynsla nágrannaþjóðanna að 2 plús 1 vegur er gríðarlegt framfaraspor fyrir mun minni peninga, því að slíkir vegir koma í veg fyrir að bílar, sem koma úr gagnstæðum áttum, rekist á.
En tvö alvarleg slys á nokkrum dögum hafa orðið vegna þess að bílar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman.
Með öðrum orðum, með 2 plús 1 fæst mest fyrir peninginn. 2 plús 1 getur líka verið fyrri áfangi af því að gera 2 plús 2.
Orðin "mislæg gatnamót" eru ekki nógu góð að mínu mati vegna þess að þau lýsa aðeins einum hluta fyrirbærisins sem er það að vegirnir eða göturnar, sem mætast, eru lagðar mislægt í lóðréttu plani.
Mislæg gatnmót hér á landi eru afar misjöfn að gerð. Heitið mislæg gatnamót segir til dæmis lítið um það hvort viðkomandi gatnamót séu til dæmis eins og gatnamót Miklubrautar og Höfðabakka þar sem vantar mikið upp á að umferðarljósalaust gegnumstreymi sé á öllum leiðum um gatnamótin.
Þau gatnamót eru svo sannarlega ljósum prýdd.
Andstæðan við þau eru næstu gatnamót fyrir vestan Höfðabakka, gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar/Reykjanesbrautar.
Á þeim gatnamótum er ekkert umferðarljós, ekkert hringtorg og engin krossgatnamót og umferðin getur þess vegna flætt í gegn óhindrað eins lengi og flæðið til og frá þessum gegnstreymisgatnamótum verður ekki allt of mikið.
Enda skilar þetta sér í stórlækkaðri slysatíðni og greiðari og öruggari umferð.
Nýyrði eins og gegnstreymisgatnamót er hugsað svipað og orðin gegnsæi eða gagnsæi.
Ástæðan fyrir töfum á þessu svæði er oftast, að gatnamótin á leiðunum sem liggja að þessum gegnstreymisgatnamótum eru ekki gegnstreymisgatnamót, heldur umferðarljósagatnamót.
Segja má að gatnamótin við Elliðaárnar séu gegnstreymisgatnamót en gatnamótin við Höfðabakka séu blanda af gegnstreymisgatnamótum og stoppstreymisgatnamótum.
Ók á röngum vegarhelmingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi síðustu tvö slys, banaslys á Lyngdalsheiði og nú síðast austan við Klaustur höfðu ekkert, eða lítið með bágborið vegakerfi að gera. Ekki einu sinni hálku eða snjó. Bílum snögglega á öfugum vegarhelmingi er illmögulegt að varast. Þ.e.a.s. á þeim spilum sem oss eru gefin (vegir í dreifbýli). Allt sem þú nefnir Ómar væri til bóta, en er óræð framtíðarsýn. Við erum ekki einu sinni búin að ljúka bundnu slitlagi á fjölfarna vegi. Svo skammt erum við nú komin á þróunarbrautinni.
Vegna algengi slysa af þessu tagi er maður ómeðvitað farinn að keyra eins fjarri miðlínu og mögulegt er. Konan er ekki orðin vön þessu keyrslulagi og hrekkur stundum við og telur mig stefna beint út í stikur hægra megin.
P.Valdimar Guðjónsson, 12.3.2018 kl. 12:29
2 plús 1 hefðu komið í veg fyrir bæði slysin. Ég nefni einmitt að vegna takmarkaðra fjárráða verður að gefa 2 plús 1 forgang fram yfir 2 plús 2.
Ómar Ragnarsson, 12.3.2018 kl. 12:53
Að sjálfsögðu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut upp fyrir gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, þannig að Miklabrautin liggi undir Kringlumýrarbrautina og gatnamótin því mislæg.
Miklabraut í stokk - Myndband
19.2.2018:
"Að færa Miklubraut á milli Snorrabrautar og Kringlunnar í stokk tæki um þrjú ár," segir Árni Freyr Stefánsson verkfræðingur.
"Grafinn yrði skurður, um 32 metra breiður og 10 metra djúpur og í þessum skurði steyptur stokkur.
Þetta yrði 2 + 2 vegur, keyrt niður í og upp úr stokknum við Snorrabraut og til móts við Kringluna.
Og aðreinar og fráreinar yrðu við Kringlumýrarbraut," segir Árni Freyr."
Þorsteinn Briem, 12.3.2018 kl. 14:55
Hugmyndin um stokkinn er líkast til um aldarfjórðungs gömul.
Ómar Ragnarsson, 12.3.2018 kl. 21:29
Það er rétt hjá Ómari að 1+2 vegur kemur í veg fyrir árekstra, en þá eykst hættan á aftaná keyrslum þar sem vegurinn er einbreiður með vegrið á milli, Blessaðir túristarnir eiga það til að negla niður og stoppa án tillits til umferðar sem á eftir fer.
Þessi blessaði stokkur sem leysir vandamál tveggja gatnamóta er áætlaður í kostnaði jafndýr og 12-15 gegnumstreymisgatnamót og mun samkvæmt reynslu á slíkum gæluverkefnum fara langt framm ur áætlun.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.3.2018 kl. 09:13
Til að forða misskilningi er ég alveg sammála. 2+ 1 á Hellisheiði hefur heldur betur sannað sig. Held enginn deili um það þó óþarflega þröngur sé og snjósöfnum margfalt meiri.
Var bara að meina hvað er raunhæft. Milljarðarnir sem nálgast þrjá tugi í umdeildum jarðgöngum hefðu nú komið sér vel í svona öryggisverkefni.
P.Valdimar Guðjónsson, 13.3.2018 kl. 11:25
flestum vegum er nóg að hafa 1+2 veg. reynslan af 2+2 að hluta yfir hellisheiði með furðu gatnamótum er nokkuð dýr. það mætti auka umferð um bústaðarveg hann gæti tekið bæði breiðholtið og kópavog og nágreni. þá minkar umferðin um miklubraut. eins mætti taka bílastæði af húsunum við miklatún byggja í staðin bílakjallara undir miklatúni. sundabraut virðist lítið bæta þó menn fara um túnin á kleppspítala þá er stífla við hörpu og seðlabanka borgarmeirihlutinn virðist vilja loka fyrir geirsnefið kannski bara skinsamlagt að byggja múr eftir kringlumýrabraut byggja stórar bílageymslur og banna allan eikaakstur vestan kringlumýrarbrautar þá verða engar stíflur við hin svokallaða nýja landspítala
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.3.2018 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.