60 ára gömul saga úr MR.

Fyrir réttum 60 árum varð til stuttur gamanbragur í tilefni af uppákomu í skólanum. 

Uppákoman var þess eðlis að hún bitnaði á einni bekkjardeild.

Bragurinn var fluttur á fjölmennri 75 ára afmælisárshátið málfundafélagsins Framtíðarinnar í Sjálfstæðishúsinu og gaf upptakt fyrir 60 ára skemmtikraftsferil hins 17 ára flytjanda. 

Þegar ég gref nú þennan brag upp á facebook, kemur í ljós að ekkert hefur í raun breyst á 60 árum, - þarf aðeins að skipta út tveimur orðum.

Eða, hvað finnst ykkur, ef þið kíkið á hinn 60 ára gamla brag á facebook? 

En tækni nútímans gerir hins vegar að verkum, að afleiðingarnar 60 árum síðar eru hundraðfaldar miðað við það sem var 1958. 

Það er umhugsunarefni.  


mbl.is Gagnrýnivert að hafa ekkert „plan B“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Plan B:

Ef ég hætti sem útvarpsstjóri held ég bara áfram að mjólka ríkiskúna á Alþingi og spara þar ekki spenann, eins og sönnum sjalla sæmir."

Þorsteinn Briem, 12.3.2018 kl. 22:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.8.2007:

"Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á rúmlega níu milljóna króna Audi Q7 drossíu.

Bílinn tók hann á rekstrarleigu
í apríl á síðasta ári.

Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins og greiðir 202 þúsund krónur á mánuði
, miðað við tveggja ára rekstrarleigu."

Þorsteinn Briem, 12.3.2018 kl. 22:03

3 identicon

Sæll Ómar.

Alltaf er nú stórvirðulegra að sjá
heiti þessarar stofnunar þannig: MR.
Það sama gildir um MA.

Stafsetningarreglur leyfa þetta:

"Stofnanir, félög og fyrirtæki má skammstafa með upphafsstöfum einum án bils og punkts, þar sem skil eru milli einstakra orða, t.d. MA (Menntaskólinn á Akureyri), KR (Knattspyrnufélag Reykjavíkur), SÍS (Samband íslenskra samvinnufélaga)."

Húsari. (IP-tala skráð) 13.3.2018 kl. 01:14

4 identicon

Er ekki virkur á "facebook" Ómar, hvernig er bragurinn? Kannast sennilega við hann, ef ég sé hann. Þótt minnið sé þokkalegt, dugir það ekki til þess að muna 60 ára gamlar gamanvísur.

jakob (IP-tala skráð) 13.3.2018 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband