12.3.2018 | 21:39
60 ára gömul saga úr MR.
Fyrir réttum 60 árum varð til stuttur gamanbragur í tilefni af uppákomu í skólanum.
Uppákoman var þess eðlis að hún bitnaði á einni bekkjardeild.
Bragurinn var fluttur á fjölmennri 75 ára afmælisárshátið málfundafélagsins Framtíðarinnar í Sjálfstæðishúsinu og gaf upptakt fyrir 60 ára skemmtikraftsferil hins 17 ára flytjanda.
Þegar ég gref nú þennan brag upp á facebook, kemur í ljós að ekkert hefur í raun breyst á 60 árum, - þarf aðeins að skipta út tveimur orðum.
Eða, hvað finnst ykkur, ef þið kíkið á hinn 60 ára gamla brag á facebook?
En tækni nútímans gerir hins vegar að verkum, að afleiðingarnar 60 árum síðar eru hundraðfaldar miðað við það sem var 1958.
Það er umhugsunarefni.
Gagnrýnivert að hafa ekkert plan B | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Plan B:
Ef ég hætti sem útvarpsstjóri held ég bara áfram að mjólka ríkiskúna á Alþingi og spara þar ekki spenann, eins og sönnum sjalla sæmir."
Þorsteinn Briem, 12.3.2018 kl. 22:02
23.8.2007:
"Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á rúmlega níu milljóna króna Audi Q7 drossíu.
Bílinn tók hann á rekstrarleigu í apríl á síðasta ári.
Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins og greiðir 202 þúsund krónur á mánuði, miðað við tveggja ára rekstrarleigu."
Þorsteinn Briem, 12.3.2018 kl. 22:03
Sæll Ómar.
Alltaf er nú stórvirðulegra að sjá
heiti þessarar stofnunar þannig: MR.
Það sama gildir um MA.
Stafsetningarreglur leyfa þetta:
"Stofnanir, félög og fyrirtæki má skammstafa með upphafsstöfum einum án bils og punkts, þar sem skil eru milli einstakra orða, t.d. MA (Menntaskólinn á Akureyri), KR (Knattspyrnufélag Reykjavíkur), SÍS (Samband íslenskra samvinnufélaga)."
Húsari. (IP-tala skráð) 13.3.2018 kl. 01:14
Er ekki virkur á "facebook" Ómar, hvernig er bragurinn? Kannast sennilega við hann, ef ég sé hann. Þótt minnið sé þokkalegt, dugir það ekki til þess að muna 60 ára gamlar gamanvísur.
jakob (IP-tala skráð) 13.3.2018 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.