21.3.2018 | 01:13
Er ekki nóg að hafa áfram franskar kartöflur, vöfflur og franskbrauð?
Frakkar hafa löngum verið lunknir við að hálf eigna sér vörur og fyrirbæri með því að þær séu kenndar við þessa göfugu þjóð.
Allir þekkja franskbrauð, franskar kartöflur, franskar vöfflur og jafnvel franska kossa.
Og maður getur ekki einu sinni farið í frakka nema að hugsa til Frakka.
Í þessum efnum má segja að Frakkar séu frakkari en aðrir.
Þeir þurfa því ekki að örvænta þótt franskt baguette með smjöri og skinku séu lengur ekki efst á vinsældalista í Frakklandi.
Þeir halda öllu hinu áfram.
Borgara brjálæði í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslenska orðið mella er dregið af frönsku skammstöfuninni Mlle. fyrir Mademoiselle (Ungfrú).
Franskir skútudrengir, sem voru við veiðar hér við Ísland og kynntust stelpum hér, skrifuðu þeim stundum bréf frá Frakklandi með utanáskriftinni Mlle. og þær voru þar af leiðandi kallaðar mellur hér af öfundsjúkum íslenskum karlmönnum.
Þetta er besti brandari sem allir franskir vinir mínir hafa heyrt.
Þorsteinn Briem, 21.3.2018 kl. 01:33
Franskar kartöflur eru upprunnar í Belgíu en ekki Frakklandi og Belgar bera fram franskar kartöflur með öllum mat.
"Ég elska lífið" með hinni belgísku Söndru Kim breytti franskur vinur minn í "Ég elska franskar".
Sandra Kim - Ég elska franskar - Eurovision 1986
Þorsteinn Briem, 21.3.2018 kl. 01:55
Það eru fleiri lunknir. Danir eiga hér Danska daga og Írar hafa eignað sér bæjarhátíð Akraness. Lundúnabúar hafa yfirtekið reyktan lambaframpart og Svíar skinku gerða úr Íslenskum svínum. Og jafnvel Færeyingar vilja að viss klæðaburður sé kenndur við þá.
Hábeinn (IP-tala skráð) 21.3.2018 kl. 09:12
Íslenska orðið mella er gamalt, þýðir skessa eða tröllskessa.
Jóhannes (IP-tala skráð) 21.3.2018 kl. 11:20
Rétt hjá Steina; frönskurnar eru upprunnar í Belgíu. En franskir geta eflaust tileinkað sér þær samt sem áður því stór hluti af Belgíu ER franskur, talar frönsku og borðar franskt.
Kolbrún Hilmars, 21.3.2018 kl. 12:22
Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir hér að ofan.
Ómar Ragnarsson, 21.3.2018 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.