Draumur Disneys að verða að martröð okkar tíma?

Það eru ekki nema fá ár síðan að það hefði orðið fátt um svör, ef gerð hefði verið skoðanakönnun á þekkingu almennings á örplasti og plastögnum. 

Sú var tíð að margt áhrifafólk, þeirra helst Walt Disney, ól með sér dýrlegan draum um heim plastsins. 

Disney lét reisa sérstakan skemmtigarð þar sem allt, hús, hlutir og samgöngutæki, var úr plasti. 

Og þessi sýn hans er gengin ansi langt, því að langflestir hundruða milljóna bíla heims eru að stóru leyti úr plasti, einkum innréttingin. 

Og hvers vegna? Vegna þess að hin hrikalega mikla notkun plastsins gerir því efni mögulegt að njóta hagkvæmni stærðarinnar í framleiðslunni. 

Í nýlegri gagnrýni á nýjan bíl á íslenska markaðnum er fundið að því hve mikið plast sé í innréttingu bílsins, ekki vegna þess að það sé orðið að umhverfisslæmu efni, heldur vegna þess að bíllinn, sem er nokkuð dýr, "virkar ódýr". 

Annað dæmi um hraða viðhorfsbreytingu er umsnúningurinn varðandi dísilknúna bíla, sem er svo hraður, að framleiðsla og sala þeirra hrynur. 

Í þeim efnum hefur upplýsingasamfélagið brugðist gersamlega. Ég hef alla tíð fylgst með bílasmíði af nördaskap og þessi nýja óhollusta útblástursins var aldrei nefnd, heldur ævinlega látið í það skína að verið væri að vinna að nýjum kröfum um hann, sem bílaframleiðendur myndu standast og þegar mætti sjá dæmi um, svo sem hjá Mazda Skyactive kerfinu. 

En nú hefur verið flett ofan af þessu og er það verulegt áhyggjuefni fyrir þá, sem trúað hafa á mátt öflunar upplýsinga og dreifingu þeirra. 

Fyrirsögnin "ekki fylgst sérstaklega með örplastinu" er svo sannarlega alvarlegt stórmál. 

 


mbl.is Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.7.2015:

"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at King's College London.

The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.

The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."

Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution

Þorsteinn Briem, 21.3.2018 kl. 17:38

2 identicon

Það hefur heldur ekkert verið sannað um nein skaðleg áhrif af örplasti. Svo er ég líka viss um að einhverjir þörungar háma þetta í sig með bestu lyst í sjónum. Þannig að hættan af þessu er líklega stórlega ofmetin eins og venjulega.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2018 kl. 19:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hættan er hvorki ofmetin né vanmetin meðan upplýsingar og rannsóknir skortir. 

Ómar Ragnarsson, 21.3.2018 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband