Miklar framfarir í úrvali hjóla kalla á viðbrögð.

Miklar framfarir í gerð hvers kyns hjóla kalla á viðbrögð, bæði í framkvæmdum og lögum og reglum. Náttfari við Engimýri

Einkum er gríðarleg gerjun í smíði hvers kyns rafknúinna hjóla sem vert er að gefa gaum. 

Þriggja ára reynsla mín af notkun rafreiðhjóls hefur feykt burtu fordómum mínum gegn hjólreiðum, sem höfðu smám saman safnast upp eftir að hálfrar aldar hlé hafði orðið á hjólreiðum hjá mér. 

Nú hef ég reynslu af tvenns konar hjólum í bráðum þrjú ár og dæmið lítur svona út. Náttfari í Elliðaárdal

1. Veðrið hamlar hjólreiðum.

Svar: Allar vikur sem ég á annað borð hef verið ferðafær í bílum,  hefur viðrað til hjólreiða. Aðeins þegar hefur verið mikill snjór eða  vindur farið yfir 20 m/sek í hviðum hefur veður hamlað dag og dag. Það er alltaf hægt að klæða af sér kulda og vætu. 

 

2. Hjólin eru alltof hægfara.

Svar: Nú er leyfður 25 km/klst hámarkshraði. Við eigum að gera eins og nokkrar Evrópuþjóðir og Ameríkuþjóðirnar gera og leyfa 32ja km hraða. Þá tekur innan við tvo tíma að hjóla milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar.

Við eigum að leyfa handgjöf eins og Ameríkumenn og nokkrar Evrópuþjóðir þannig að hægt sé að ráða því hve mikinn hluta orkunnar fæturnir gefa og hve stóran hluta geymar hjólsins. Og leyfa 500 watta mótor í stað 250. 

 

3. Það er ekki hægt að hafa farangur með sér á hjólunum,

Svar: Á rafreiðhjólinu mínu er alls 120 lítra farangursrými. Hægt að hjóla líka með bakpoka á bakinu. Ég hef farið með allt að 25 kíló af farangri á hjólinu og hjólað á minna rafhjóli milli Akureyrar og Reykjavíkur. 

 

4. Maður hefur ekki efni á að eiga rafreiðhjól.

Svar: Ódýrustu rafhjólin kosta ný innan við 200 þúsund kall. Maður kemst fjóra kílómetra fyrir eina krónu af rafmagni.

115 krónur kostar frá Akureyri til Reykjavíkur. Hjólið borgar sig upp nokkrum mánuðum, jafnvel nokkrum vikum, miðað við að nota bíl. Léttir við Möðrudal Ág 2017

 

5. Drægni rafreiðhjóla er of litil. 

Svar: Það er hægt að bæta við rafhlöðun á hjólin á fullkomlega löglegan hátt. 2016 fór ég á rafreiðhjóli eingöngu fyrir eigin rafafli 189 kílómetra á einni hleðslu.

Síðan tók 7 klst að hlaða og fara aðra eins vegalengd daginn eftir og klára ferðina milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Á hjólinu mínu eru þrjár rafhlöður í stað einnar og drægnin minnst 70 kílómetrar. Og samt líka 120 lítra farangursrými. 

 

6. Það hefur enginn tíma til að fara langar vegalengdir út á land.  

Svar: Þá er bara að fara í aðra fjárfestingu upp á 400 þúsund kall og fá sér létt "vespu"vélhjól, sem nær 90- 100 km hraða og eyðir aðeins 2,5 lítrum á hundraðið, eða ca tvö þúsund kalli frá Reykjavík til Akureyrar. Tekur 70 lítra af farangri plús bakpoka á bakinu. 

Ódýrasta gerð af bíl fellur fyrsta árið jafnmikið í verði og svona hjól. Hjól Skóla-vörðustíg

 

7. Vesen við að leggja hjólunum?  

Svar: Nei,einmitt ekki. Þveröfugt elmoto_te2_tiefeinsteiger-812x580Hægt að hlaða rafhjól inni í herbergi hjá sér, versla og koma með varninginn að ísskápsdyrum á hjólinu og finna alls staðar rými til að leggja því, gagnstætt því sem er um bílana. 

Þetta hjól, hér neðst, Elmoto E-2 Tiefeinsteiger, er eitt af mörg hundruð mismunandi gerðum á erlendum markaði og hefur þann kost að vera með vindhlíf fyrir framan fæturna og möguleika á farangursgrind og kassa. 

Flóran í gerð rafhjóla í 45 km hraða klassanum tekur stórstígum framförum ár frá ári.  

Sum ná 65 eða 80 km hraða. En þau geta ekki verið á hjólastígum og þurfa skráningu, tryggingu og létt táningapróf.  

 


mbl.is Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband