Hvers vegna eitthvert lögmál að þátttaka kvenna "verðfelli" starfsgreinar?

Nú les maður lærðar greinar og umræður um að það sé eins konar náttúrulögmál að aukin þátttaka kvenna í einhverri starfsgrein "verðfelli" starfsgreinina. 

Og er þetta þannig?  Ef svo er, er þetta bara ósköp eðlilegt og sjálfsagt? 

Er ekki þörf á að kafa betur ofan í þennan málflutning og hugsunina sem að baki honum býr?


mbl.is Ávinningur háskólamenntunar fer dvínandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konur samþykkja kjarasamninga sem karlmenn mundu fella. Þess vegna sækja karlmenn ekki í störf þar sem konur eru fjölmennar og hverfa frá störfum þar sem konur hafa náð meirihluta. Kjarasamningar skila ekki kjarabótum og starfsstéttin dregst afturúr í launum þegar meirihluti starfsstéttarinnar eru konur. Ekkert flókið.

Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2018 kl. 01:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að nýgerður kjarasamningur grunnskólakennara hefði verið felldur og meirihluti þeirra væri konur.

Og formaður grunnskólakennara, sem er karl, hefði verið mjög fúll yfir því að samningurinn var felldur.

Þorsteinn Briem, 23.3.2018 kl. 10:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

""Okk­ar slag­orð er: Við tök­um vel á móti þér," seg­ir Steina Þórey Ragn­ars­dótt­ir, vara­formaður Ljós­mæðrafé­lags­ins, sem var meðal þátt­tak­enda í sam­stöðufundi með kjara­bar­áttu ljós­mæðra sem efnt var til fyr­ir utan húsa­kynni rík­is­sátta­semj­ara nú síðdeg­is."

"Hvorki hef­ur gengið né rekið í kjaraviðræðum ljós­mæðra frá því að samn­ing­ar losnuðu í ág­úst í fyrra.

"Það er kom­in mik­il þreyta í ljós­mæður sem vilja fá leiðrétt­ingu á laun­um sín­um, enda höf­um við dreg­ist aft­ur úr miðað við mennt­un og ábyrgð,“ seg­ir Steina Þórey.
"

Þorsteinn Briem, 23.3.2018 kl. 10:49

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Reglu­leg laun full­vinn­andi launa­manna á ís­lensk­um vinnu­markaði voru 402 þúsund krón­ur að meðaltali árið 2012.

Al­geng­ast
var að reglu­leg laun væru á bilinu 300-350 þúsund krón­ur og voru 18% launa­manna með laun á því bili.

Þá voru um 65% launa­manna með reglu­leg laun und­ir 400 þúsund krón­um á mánuði.

Reglu­leg laun full­vinn­andi karla voru 436 þúsund krón­ur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krón­ur."

[Karlar voru því með 69 þúsund króna hærri regluleg laun en konur, eða 19%.]

Meðallaun hér á Íslandi 402 þúsund krónur á mánuði árið 2012

Þorsteinn Briem, 23.3.2018 kl. 10:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.2.2009:

"
Konur voru með 17% lægri laun en karlar
í fyrirtækjum hér á Íslandi, sem tóku þátt í launakönnun ParX í september.

Eftir að margvíslegar forsendur höfðu verið teknar með í reikninginn stóð eftir að konur voru með rúmlega 7% lægri laun en karlar án þess að aðrar skýringar fyndust á því en kynferði."

Þorsteinn Briem, 23.3.2018 kl. 11:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merkilegar þessar ofurmennishugmyndir mörlenskra öfgahægrikarla um sjálfa sig. cool

Þorsteinn Briem, 23.3.2018 kl. 11:10

9 identicon

Það má einnig finna sumardaga og vetrardaga þar sem sumardagarnir eru kaldari en vetrardagarnir. Það hrekur ekki fullyrðinguna að sumur séu heitari en vetur.

Og pólitísk rétthugsun klepptækra öfgavinstrigutta með minnimáttarkennd og meðvirkni breytir því ekki. cool

Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2018 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband