Gott þarna norðan megin, afleitt sunnan megin.

Það munaði ekki miklu að tveimur af sögufrægustu samkomuhúsum Reykjavíkur yrði tortímt. 

Einbeittur vilji var til þess upp úr síðustu aldamótum að rífa Austurbæjarbíó og reisa íbúðablokkir í staðinn. 

Daginn, sem þetta varð gert kunnugt datt það út úr mér í fjölmiðlum og fékk flug og athygli, að engu væri líkara en að yfirvöld í borginni væru haldin sjálfseyðingarhvöt hvað snerti margar merkustu byggingar í Reykjavík. 

Til liðs komu Ólafur F. Magnússon og fleiri, sem lögðu andófi gegn þessum fyrirætlunum lið, og það tókst að bjarga þessu samkomuhúsi, sem var ekki bara venjulegt bíó, heldur stóð tónlistarfólk í Reykjavík að smíði hússins eftir stríð og það varð vettvangur helstu tónlistarviðburða næstu 20 árin, meðal annars tónleika margra af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum heims. 

Hámarkið fyrir æskuna voru hljómleikar Kinks 1965. 

Sjálfstæðishúsið, sem nú verður endurreist við Torvaldsensstræti, var glæsilegasti samkomu- og skemmtistaður borgarinnar eftir stríðið og þar áttu revíurnar glæstan lokakafla undir heitinu Bláa stjarnan. 

Er vel að þessi staður rísi nú í sinni upprunalegu mynd. 

Öðru máli gengur um enn eitt hótelið, sem á að troða niður á við suðvesturhorn Austurvallar ofan á einn elsta helgistað Reykjavíkur, Víkurkirkjugarð, og eyðileggja hann og koma í veg fyrir að nauðsynlegt andrými myndist til vesturs frá Austurvelli. 

Það væri efni í viðbótarpistil en þennan. 


mbl.is Nasa-salurinn rifinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fornleifauppgröftur hefur farið fram á bílastæði Landsímahússins gamla við Kirkjustræti.

"Forn­leifa­upp­gröft­ur hef­ur farið fram á bíla­stæði Landsíma­húss­ins." (mbl.is 12.10.2017)

Þorsteinn Briem, 27.3.2018 kl. 07:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er athugasemd frá síðuhafa, sem birt er að áeggjan margra lesenda síðunnar.

Þessi bloggsíða er sú eina sem ég þekki, sem hefur mátt búa við það að ritstjórnarumsjón hennar í samræmi við reglur um bloggsíður á blog.is hafa verið miskunnarlaust brotnar á einstæðan hátt af einum athugasemdarmönnum hennar um árabil

Bloggsíða á blog.is er hliðstæð því dagblaði sem heldur blog.is úti. 

Í blaðinu birtast greinar, sem hlíta ákveðnum reglum um lengd og verða að hlíta umsjón ritstjórnar blaðsins um "layout",útlit og málefnalegar umræður án meiðyrða og gífuryrða. 

Varðandi þá sem skrifa greinar í blaðið, er reynt að gæta jafnvægis þannig að einn greinarhöfundur komist ekki upp með það að valta yfir alla aðra með því að moka inn margfalt fleiri eða greinum eftir sig en allir aðrir til samans. 

Þetta ritstjórnarvald er óumdeilt í blaðaheiminum, og í stað fjandsamlegrar yfirtöku, eins og keyrð hefur verið fram með yfirgangi á bloggsíðu minni, hefur sá, sem telur sig þurfa að finna sér vettvang fyrir birtingu síns gríðarlega magns af efni, kost á að gefa sjálfur út blað með eigin ritstjórnarvaldi. 

Auk yfirgangs yfirtöku af þessu tagi er heldur ekki hægt að líða stanslausar persónulegar og ómálefnalegar árásir eru settar fram sem liður af þessari yfirtöku. 

Sama gildir um bloggsíður og dagblöð, og sá, sem ekki sættir sig við eðlilegt ritstjórnarvald síðuhafa, getur einfaldlega leitað eftir því að setja upp eigin bloggsíðu. 

Ég birti aðvörun fyrir þremur dögum og útlistaði hugsanleg viðbrögð mín, sem eru þau sömu og hjá ristjórnum blaða og bloggsíðna, að stytta og fella út athugasemdir til að ná valdi yfir útliti og innihaldi síðunnar og tryggja jafnræði með þeim sem senda inn málefnalegar og hófsamar athugasemdir. 

Ómar Ragnarsson, 27.3.2018 kl. 11:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta, að athugasemdirnar, sem mokað er inn, geta verið allt að 20 sinnum stærri en það, sem gert er athugasemd við. 

Ómar Ragnarsson, 27.3.2018 kl. 12:15

4 identicon

Þetta er algerlega laust við að hafa sómatilfinningu eða að kunna að skammast sín. Er þó mála sannast að sá eiginleiki gerir menn til þess hæfa að taka þátt í sæmilega siðmenntuðu samfélagi. Á Hrauninu eru hins vegar einkum menn sem hvorki hafa sómatilfinningu né kunna að skammast sín. Meðal þeirra ætti sveitungi Gísla, Eiríks og Helga kannski heima og fyndi þar sálufélag við hæfi.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.3.2018 kl. 16:19

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er að ítreka það, sem stendur í lok pistilsins i framhaldi af 3 línum um Víkurkirkjugarð í lok hans, að það álitamál verði efni í viðbótarpistil og tilheyrandi athugasemdir.

Ómar Ragnarsson, 27.3.2018 kl. 19:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir manna, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn, ganga í gegnum Fógetagarðinn daglega, þar á meðal undirritaður, og einungis möl er nú undir litla bílastæðinu sunnan við Landsímahúsið, þar sem stækka á húsið um nokkra metra til suðurs.

Mega þessar einföldu staðreyndir standa hér, eða ógna þær ritstjórnarlegu sjálfstæði þínu, Ómar Ragnarsson? cool

Þorsteinn Briem, 28.3.2018 kl. 00:11

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það kostar ákveðna vinnu að halda úti bloggsíðu. Þegar ég skrifaði bloggpistilinn um framkvæmdirnar við Austurvöll, nefndi ég suðvesturhorn hans í þremur línum og bætti því við að ætlunin væri að fjalla um það síðar vegna þess að það mál hefði í aér margar hliðar. 

Þetta vildi Steini ekki sætta sig við og mokaði inn athugasemdum og hélt því áfram.  

Um það snerist þetta mál einfaldlega. 

Ómar Ragnarsson, 28.3.2018 kl. 10:53

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með því að moka inn athugasemdum í siðnavís tók Steini Briem af mér vald til þess að ákveða umfjöllunarefni síðunnar og með athugasemdamokstrinum stefndi í tvennt. 

1. Steini Briem hefði tekið umræðuna að sér einn og látið móðan mása í gamalkunngum stíl.  

2. Steini Briem hafði hafið mikla umræðu sem kallaði á heimmikla vinnu mína við að rökræða þetta mál og skapa skoðanaskipti, sem ég hafði þá ekki tíma né afstöðu til að fara í fyrr en síðar. 

Ég óskaði eftir því strax að fá að gera þetta svona, en Steini Briem hafnaði því, enda hefði hrifsuðu ritstjórnarvaldi yfir bloggsíðu annars manns þá verið ógnað. 

Ómar Ragnarsson, 28.3.2018 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband