29.3.2018 | 00:14
Málið er óupplýst eins og tugir annarra.
Tugir morða á andófsfólki gegn Pútín síðustu 15 ár eru óupplýst. Ef Pútín eða menn hans standa á bak við þau, eru þau framin til þess að skjóta öðru andófsfólki skelk í bringu.
Til þess að fælingin virki verða morðin að vera með hæfilega löngu millibili en þess þó gætt að ekki séu fleiri drepnir en brýnasta nauðsyn er til.
Árásin á Skripal feðginin er það þriðja sem ég man eftir, þar sem óvenjulegu eitri er beitt, en reyndar átti Pútín augljóslega engan þátt í því að hálfbróður Kim Jong-un var drepinn á þann hátt.
Litvinenki var hins vegar drepinn í London fyrir rúmum áratug á geislavirku eitri.
Vitnað hefur verið í fyrri orð Pútíns þess efnis að gagnnjósnarar væru réttdræpir.
En hvers vegna eiturefni?
Hugsanlega vegna þess að fælingin virkar betur. Svikari við Pútín á óhægt um vik að verjast árás af svipuðu tagi og gerðar voru á Litvinenko og hálfbróður Kim Jong-un, vegna þess að áraásarmennirnir laumast hljóðlega að fórnarlambinu og þurfa ekki nema að stinga "óvart" með regnhlífarbroddi í fórnarlambið, eða að lauma taugagaseitri, þróuðu á valdatíma Pútíns sem yfirmanns KGB.
Qui bono? Hver hagnast?
Ef ofangreind ástæða getur verið á bak við árásina á Skrípal feðginin,er það Pútín.
Til þess erfiðara sé að rekja rannsóknarslóð er óvíst að Pútin komi nema óbeint við sögu.
Kannski var einhverjum falið það fyrir mörgum árum að velja fórnarlömb árása og einhver undirmanna hans hafi misreiknað sig í Salsbury.
Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Breta og fleiri þjóða við árásinni á Skripal feðginin kann að vera sú, að gera Pútín það skiljanlegt, að ef hann er á bak við árásina, gangi hann of langt með því að nota efnavopn og eigi frekar að halda sig við hefðbundnari vopn, eins og oft hefur verið gert gagnvart andófsmönnum í Rússlandi.
Þetta er snúið mál, - málið er óupplýst og þjóðir Evrópu standa ekki allar að refsiaðgerðum gegn Rússum.
Nú stendur til að Kim Jong-un haldi fundi með voldugum þjóðarleiðtogum, og ekki virðist dularfullt dráp á hálfbróður hans standa í vegi fyrir því.
Það má alveg velta vöngum yfir því hvort einhver þjóð, þjóðir eða valdahópar geti hagnast á þeim illdeilum, sem komnar eru upp.
En mun erfiðara er að færa sönnur á aðild einhvers slíks að árásinni á Skripal feðginin heldur en að gruna Pútín um græsku.
Taugaeitur fannst á heimili Skripal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.