Vissara að skjóta menn í bakið eða höldnum föstum.

Með fárra daga millibili eru dráp bandarískra lögreglumenn á óvopnuðum mönnum á fréttum vegna þess, að í bæði skiptin voru hinir drepnu skotnir "til öryggis". 

Í fyrradag var sagt frá því að á meðan annar tveggja lögreglumanna hélt hinum grunaða föstum niðri, hafi hinn lögreglumaðurinn talið sig verða að skjóta óvopnaða manninn "til öryggis".

Í dag er sagt frá því að óvopnaður karlmaður hafi verið skotinn sjö sinnum í bakið "í öryggisskyni" í Sacramento í Kaliforníu, af því að hugsanlegt hefði verið, að farsíminn, sem hann hélt á, væri skammbyssa. 

Hvert þessara skota gat nægt til að drepa manninn, en skotið var sjö skotum "til öryggis." 

Í skrifum á blogginu hefur það verið sett fram, að okkur Íslendingum komi þessi mál ekki við, þau séu innanríkismál Bandaríkjamanna. 

Það er að sönnu rétt, tæknilega séð, en þá er ekki tekið með í reikninginn, að á okkar tímum er fjöldi erlendra ferðamanna orðinn svo mikill víða um lönd, að einhver útlendingur, á ferð í Bandaríkjunum, til dæmis Íslendingur, gæti lent í því að verða skotinn "í öryggisskyni" í bakið, af því að snjallsíminn, sem hann heldur á gæti verið skammbyssa. 

Síðan finnast einnig Íslendingar sem dást að byssulöggjöf Bandaríkjanna og mæla henni bót. 

Vonandi fá þeir ekki því framgengt að hér á landi verði sóst eftir því að sem flestir eignist stórvirk stríðstól til þess að uppfylla þessa sýn, sem hefur verið sett fram á blogginu: 

"Það eina, sem getur stöðvað vondan gæja með öflugan hálfsjálvirkan riffil, er góður gæi með öflugan hálfsjálvirkan riffil."    


mbl.is Skotinn sjö sinnum í bakið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband