Íslenskt útsýni á Mars.

Svei mér ef það gætu ekki verið uppblásnar undirstöður rofabarða sem sjást á myndum rannsóknarfarsins Forvitni (Curiosity) sem teknar voru á Mars þegar það lenti þar. Mars, gígur

Um síðustu aldamót óx mjög áhugi á þessari reikistjörnu og Bob Zubrin, helsti forvígismaður alþjóðlegra samtaka um rannsóknir á Mars og ferðir til Mars kom hingað til lands til að kynna sér aðstæður hér á landi til æfinga Marsfara framtíðarinnar. 

Tveimur árum síðar kom heil sendinefnd og fann hentugt svæði í Gjástykki. 

Í tímaritum, þeirra á meðal Time, var fjallað ítarlega um raunverulega möguleika á landnámi manna á Mars og sýnd líkön og uppdrættir af því hvernig slík byggð gæti litið út. 

Sýnast miklir loftkastalar, en þá er þess að minnast, að þegar fluttur var fróðlegur útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu 1954 um komandi geimferðir, var eina umræðan um það sú, hve fjarstæðukenndar hugmyndir um þær væru. 

Ekki liðu þó nema þrjú ár þangað til Sputnik fór með tíkina Laiku á sporbaug um jörðu og í kjölfarið hófst geimkapphlaup Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. 


mbl.is Svona er inni í gígnum á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband