Einu sinni rak strætóbílstjóri víst farþega óvart út.

Sagan af reykvíska strætisvagnabílstjóranum sem rak alla farþegana út í dag og gerði það að aprílgabbi minnir á sögu frá sjötta áratug síðustu aldar. 

Á þeim tíma kölluðu bílstjórar upp heiti stoppistöðva, og voru sumar þeirra kenndar við einstök hús eins og Jófríðarstaðir við Kalkofnsveg og Ás, sem var lítið snoturt hús við Laugaveg, beint við vesturenda Þjóðskjalasafnsins, sem þá var Mjólkustöðin í Reykjavík. 

Sagan gamla segir, að eitt sinn, þegar hópur Þjóðverja var staddur í vagni, sem ekið var niður Laugaveg, og bílstjórinn kallaði "Ás!" um leið og hann stöðvaði vagninn við Ás, hafi Þjóðverjarnir haldið að hann væri að skipa öllum að fara út úr vagninum og þust út, allir sem einn.  


mbl.is Svona voru aprílgöbbin 2018
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband