5.4.2018 | 00:48
Er ráðið við aukinni víndrykkju að auka áfengisauglýsingar?
Ein rökin fyrir því að hleypa íslenskum áfengisauglýsingum á fullt virðist felast í eins konar "hvort eð er" réttlætingu:
Áfengisneyslan hefur hvort eð er aukist svo mikið undanfarin ár án auglýsinga íslenskra framleiðenda, að það verður endilega að leyfa íslensku framleiðendunum að taka þátt í djamminu.
Síðan má velta því fyrir sér hve mikinn þátt stórfjölgun erlendra ferðamanna eigi í aukinni áfengissölu.
Bannið virkar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er svona álíka gáfulegt og að vopna kennara, þar sem nemendurnir séu hvort eð er orðnir svo vel vopnaðir. "Go with the flow" hefur ekki reynst öllum hollt. Höldum þessu til streitu. Áfengi verði ekki auglýst í hérlendum fjölmiðlum! Hver veit, nema svona þvermóðska skili jafnvel enn fleiri ferðamönnum? Ferðamönnum sem hafa þetta fyrir augum sér, hvern dag í heimalandinu, gæti nefnilega þótt það athyglisvert að heimsækja land, þar sem þetta er bannað, ásamt öðru sem gerir okkur dulítið skrítin í augum heimsins.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 5.4.2018 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.