7.4.2018 | 01:35
Skjálftar á norðurleið?
Um daginn kom nokkuð stór jarðskjálfti við mynni Fagradals suðaustur af Upptyppingum og Herðubreið og var fjallað dálítið um hann hér á blogginu með tilvísun í skjálftahrinu á þessum slóðum 2007-2008 sem fór frá Upptyppingum norðaustur í Álftadalsbungu og þaðan til norðvestus yfir Krepputungu yfir í Herðubreiðartögl og Herðubreið.
Nú sjást nýir skjálftar norðar og er annar þeirra tvö stig á Richter.
Þeir sýnast vera norðar en skjálftarnir komust í 2008.
Þegar litið er á skjálftakortið af vedur.is sést að virknin núna er á nokkuð beinni línu frá Bárðarbungu eða Dyngjujökli og norður um Herðubreið.
Nýjustu skjálftarnir á kortinu eru rauðlitaðir
Á eftir gosinu mikla í Öskju 1875 gaus í Sveinagjá sem er um 20 km fyrir norðan Herðubreið.
Annar nýjustu skjálftanna er milli Eggerts og Hrúthálsa, en hinn á Kverkfjallaleið um tíu kílómetra fyrir sunnan Möðrudal.
Allt svæðið norðan Vatnajökuls austur að Hálslóni og Kárahnjúkum er á hinum eldvirka hluta Íslands og því ávallt forvitnilegt að fylgjast með jarðhræringum, þótt þær þurfi svo sem ekki að boða neitt sérstakt.
Athygli vekur skjálftahrúgan í Öræfajökli, sem er líka nokkuð nýtt hin síðari árin.
En það tók Eyjafjallajökul 16 ár alls, frá 1992 til 2010, að safna í eldgosið sem kom Íslandi á hvers manns varir um alla jörð.
Skjálftahrinan í Öræfajökli kom í morgun, og skjálftarnir eru örlitlir. En samt nægilega margir til þess að setja þarf sérstaka vakt á fjallið, líkt og gert var 1999 með Eyjafjallajökul.
Athugasemdir
Jarðskjálftinn sem þú vísar í var villa í kerfinu hjá Veðurstofunni og var eytt út nokkru síðar. Enda kom þessi atburður ekki fram á neinum þeim mæla sem ég er með í gangi og jarðskjálfti að stærðinni 3,3 gera það alveg óháð því hvar þeir verða á landinu.
Hjá Global Volcanism Program er ekki neitt eldgos skráð í Sveinsgjá rúmlega 20 km norðan við Öskju (Upplýsingar, https://volcano.si.edu/volcano.cfm?vn=373060). Það getur auðvitað verið að það vanti upplýsingar í gagnagrunn Global Volcanism Program.
Samkvæmt jarðfræðikorti sem ég á þá eru Herðubreiðarfjöll eldstöð innan sprungusveims Öskju, ekkert stór eldstöð en nægjanlega stór til þess að valda veseni ef þar yrði eldgos skyndilega.
Jón Frímann Jónsson, 7.4.2018 kl. 07:13
Ég sá að Sveingjárgosið er fellt undir eldgosið 1875. Ég tók auðvitað eftir þessu eftir að ég var búinn að senda inn fyrra svarið.
Jón Frímann Jónsson, 7.4.2018 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.