Af hverju ekki að afnema ákvæðið um Landsdóm?

Allar götur frá því að ég var í lagadeild Háskóla Íslands hef ég bæði undrast ákvæðið um Landsdóm í stjórnarskránni og verið því andvígur. 

Augljóst var allan tímann, og verður það áfram meðan þetta ákvæði er við lýði, að tilvist þess myndi leiða til þess að þingmenn yrðu að taka ákvörðun um það hvort starfsfélagar þeirra á þingi og langoftast persónulegir vinir, jafnvel sessunautar á þingfundum og í nefndum þrátt fyrir stjórnmálalegan ágreining, yrðu ákærðir samkvæmt ákvæðum um Landsdóm. 

Sennilega var það ekkert eitt mál, sem olli meiri sárindum og jafnvel heift á þingi 2011-2013 en Landsdómsmálið. 

Í einni ræðu sinni sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að ef ríkisstjórnin myndi keyra nýja stjórnarskrá í gegn myndi það sjálfkrafa verða til þess að næsta ríkisstjórn myndi láta afnema hana og gera sína stjórnarskrá. 

Og að þannig yrði það um alla framtíð. 

En á borðinu bíður einmitt frumvarp stjórnlagaráðs sem mikill meirihluti kjósenda i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 vildi láta leggja til grundvallar í nýrri stjórnarskrá.

Í því frumvarpi er ákvæðið um Landsdóm afnumið auk fjölda annarra endurbóta.

Þörfin á þessum endurbótum er sífellt að skjóta upp kollinum í fréttum, en ekkert gerist. 

Sumir sem bölva mest Landsdómsmálinu vilja endilega halda honum áfram inni í stjórnarskránni. 

Af hverju má ekki afnema ákvæðið um Landsdóm og hafa stjórnarskrá okkar eins og stjórnarskrár margra annarra landa án svona vandræðaákvæðis?

  

 


mbl.is Vilja að beðist verði afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er skrítin rökleiðsla Ómar.  Það vill svo til að það er til fólk sem er siðferðilega þroskað og lætur ekki persónulegar tilfinningar afvegaleiða sig þegar kemur að siðferðilegum ákvörðunum. Nýlegt dæmi er afsögn nefndarmanns úr sænsku Nóbelsakademíunni. Er það til of mikils mælst að gera sömu kröfur til íslenskra Alþingismanna?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2018 kl. 13:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alþingismennirnir eru nú einfaldlega 63 og bara mannlegir eins og við hin, og þar að auki bendir hvorki hið skelfilega litla traust sem fólk ber til þeirra, né úrslit Landsdómsmálsins, ekki til þess að þeir ráði við það að fara með valdið, sem Landsdómsákvæðið veitir þeim. 

Nær er að þeirri grein ríkisvaldsins sem felst í dómstólum og réttarfari sé falið það dómsvald sem felst í Landsdómi. Skerpt á aððalatriðum varðandi ráðherraábyrgð á því sviði gagnvart dómsvaldinu. 

Ómar Ragnarsson, 7.4.2018 kl. 13:51

3 identicon

Á meðan við erum með yfirþjóðlegt vald yfir flestum hlutum í gegnum ESS samninginn þarf bara að tryggja að það sé nóg af þýðendum í vinnu hjá Alþingi og líka stimpla til að samþykkja ESB tilskipanir sem koma á færibandi til landsins og verða sjálfkrafa að lögum hjá okkur eftir birtingu í stjórnartíðindum á íslensku en þá a.m.k. ekki búið að breyta því

Í örstuttu máli við höfum ekkert vald yfir okkar málum sé þau ekki komin úr okkar höndum er það út af því að alþingi hefur ekki undan að láta þýða fyrir tilskipanirnar

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 7.4.2018 kl. 19:34

4 identicon

Ómar minn. Við höfum öll verið blekkt í áratugi af fjölmiðlaeigendum, sem eru, og hafa alla tíð verið með starfsfólk í vinnu við að segja hvorki satt né ósatt. Þú hefur reynt þitt besta á þeim vettvangi Ómar minn.

Útkoman af áratuganna blekkjandi fjölmiðlun er miklu verri, heldur en ef við hefðum öll bara farið í jóga og innhverfa íhugun, í boði almættisins alvitra og óflokkanlega.

Þrælafjölmiðla-flytjandi hálfsannleikur og falsfréttum út um alla jörðina í áratugi.

Hafi Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands einhverntíma verið marktækt laga-greinarsafn, þá hefur lögfræðingateymið og dómstólarnir á Íslandi aldrei skilið né farið eftir þeim Grunnlögum Íslands á verjandi og réttlátan hátt.

Ef ný Stjórnarskrá Íslands er aðalatriðið til betrunar og siðmenningar á Íslandi, þá vantar okkur á Íslandi embættismanna-kennslustofnun, sem kennir lögmannavörðum embættismannastofnunum að fara eftir gildandi Stjórnarskrá Íslands.

Ég er ekki á móti nýrri Stjórnarskrá, sem er fyrir réttindi almennings í öllum tröppum samfélagsins. En ég er á móti því að lögmannavarin fjölmiðla-embættismafíuklíka Íslands komist upp með það í réttarríkinu Íslandi, að fara alls ekki eftir gildandi Stjórnarskrá, hverju sinni!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2018 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband