Í upphafi skyldi endinn skoða.

Það er gott og blessað ef Íslendingar slást í för með þeim Evrópuþjóðum sem setja sér metnaðarfull markmið í orkumálum og loftslagsmálum. 

En nú virðast margir vera að vakna upp við þann vonda draum, að við höfum hugsanlega þegar gengið of langt á þeirri braut að lögleiða jafnharfan allar tilskipanir og samninga um þessi mál innan EES, vegna þess að ekki verði aftur snúið á þeirri braut þegar eitt leiðir af öðru. 

Því er brýnt að stinga niður fæti ef stefnir í það að við missum fullveldið yfir orkuframleiðslunni og stjórn auðlindanna og þar með í raun stjórn yfir varðveislu mesta verðmætis landsins, einstæðra náttúruauðlinda. 

Því að undanfarin ár hafa verið gefnar ákveðnar yfirlýsingar um einbeitt áform virkjana- og stóriðjusinna um sæstreng og tvöföldun núverandi raforkuframleiðslu fram til 2025. 

Sú stefna fæli í sér að við framleiddum ekki aðeins tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum fyrir eigin fyrirtæki og heimili, heldur misstum jafnvel algerlega stjórn á þessum mikilvæga málaflokki. 

Við eigum alveg að geta staðið okkar pligt í orku- og umhverfismálum í samvinnu við aðrar þjóðir án þess að færa svona afgerandi fórnir.

Nú ríður á að vanda vel til verka og kafa þannig ofan í þessi mál að til farsællar lausnar leiði. 

 


mbl.is Miklar áhyggjur af orkulöggjöfinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar gott innlegg. Hugsaðu þér líka að Íslensk yfirvöld eru þegar búinn að selja um 70% af okkar umhverfisvænu orku. Þetta gerum við án þess að hafa sæstreng. Félagi minn neitaði í fyrra að borga reikning sinn en hann var að borga fyrir orku framleidda í kjarnorkuveri en þetta ættu allir að gera. 

Hvernig í raun er hægt að bjóða okkur svona rugl. 

Valdimar Samúelsson, 8.4.2018 kl. 14:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fínn pistill, Ómar.  Það er auðvitað ótrúleg ósvífni að selja okkar náttúruvænu orku úr landi og skipta út fyrir þá sóðalegu, þótt aðeins sé á pappírunum!  Hvað þá að raungera verknaðinn.

Kolbrún Hilmars, 8.4.2018 kl. 15:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar. Ef umsókn vinstristjórnarinnar frá 2009 um ESB aðild hefði náð fram að ganga værum við nú þegar búin að missa fullveldið yfir orkuauðlindunum án þess að geta rönd við reist. Það er umhugsunarvert.

Valdimar. Hvernig varð þessum félaga þínum ágengt með að hafna því að greiða fyrir kjarnorkuna? Ég spyr því mér þykir þetta áhugavert.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2018 kl. 15:07

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvert rann fjármagnið, þá er "mengunarkvótinn" var seldur?. Á öllum alheimsskýrslum segir að Ísland eigi nánast allt sitt undir kjarnorku og jarðefnaeldsneytisspúandi orkuverum! Á sama tíma auglýsum við okkur sem hreint land, með "sjálfbæra" orkuframleiðslu!.

 Þvílíkur andskotans hráskinnaleikur!. Gjaldfelling þeirra, sem aðhyllast erlend yfirráð yfir auðlindum okkar, eru nú studd roluhætti þeirra sem endalaust reyna að telja okur pöplinum trú um það, að þeir geri ekkert, nema með hagsmuni okkar fyrst og fremst í huga.

 Manni liggur við uppsölum, niðurgangi og hreinlega algerri drullu, að fylgjast með þessum andskota!.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.4.2018 kl. 22:48

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hver ætli stingi niður stafnum?. 

Halldór Egill Guðnason, 8.4.2018 kl. 22:50

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór Egill. Það sem sem mig langar að vita er svarið við stóru spurningunni um þessa mengungarkvóta: Hver gefur út mengungarkvóta og tekur við peningunum sem almenningur og fyrirtæki kaupa hann fyrir? Með öðrum orðum: Hver hagnast á því að þessu kerfi hafi verið komið á? Er kannski eitthvað einkaapparat einhversstaðar úti í heimi sem hirðir af okkur þessa peninga fyrir ekki neitt og stingur þeim í vasa einkaeigenda sinna?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2018 kl. 22:55

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áður en mengungarkvótum var komið á voru bankar á Wall Street a.m.k. búnir að hanna allar afleiðurnar sem þeir þurfa á að halda til stunda spákaupmennsku með mengunarkvóta eins og þeir gera með flesta aðra markaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2018 kl. 22:57

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Auðlindir okkar eiga ekki að vera undirseldar neinni annari pólitík en þeirri, að þær muni um aldur og ævi verða okkar!. Mér og þér og afkomendum okkar. Hvað eru Íslendingar eiginlega að hugsa?. 

 Hver einasti þingmaður, sem gefur þriðju tilskipuninni brautargengi sitt, telst trauðla Íslendingur eftir það.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

(Brímun lokið)

Halldór Egill Guðnason, 8.4.2018 kl. 22:58

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Guðmundur.: Wall street er er engu merkilegra en skítaspilavíti, í Las Vegas.

 Í raun á þessi viðbjóður, þ.e. Wall Street, það eitt markmið, að lifa af kvöldið í spilavítinu. Sú staðreynd, að þessi dusilmenni, sem starfa samkvæmt skítaformúlu spilavíta, skuli keyra áfram hagkerfi heimsins, er með hreinum ólíkindum. Eitt lítið, skrítið Ísland er þar sem eykarða í lofti...Ekkert.

 Hörmulegast er að horfa upp á hérlenda stjórnmálamenn, sem skilja hvorki upp né niður i öllu þessu. Fólk sem trúað er fyrir fjöreggi þjóðarinnar, virðist ekki skilja um hvað þetta snýst. Sorglegt.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 (Brímun endanlega lokið, nema Guðmundur komi með annað innslag)

Halldór Egill Guðnason, 8.4.2018 kl. 23:17

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Afsakaðu Ómar inntroðsluna, en tek undir spurningu Guðmundar, hér að ofan.: 

 Hver hagnast á sölu mengunarkvóta og hvert fer gróðinn af drullunni, sem svo sannarlega er ekki spúð af okkar völdum?.

 HVERT FARA PENINGARNIR FYRIR MENGUNARKVÓTANN?.

Halldór Egill Guðnason, 8.4.2018 kl. 23:26

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Guðmundur hann sagði að hann hafi ekki fengið rafmagnsreikning aftur með uppruna rafmagnsins. Semsagt þeir sögðu með því að þetta væri local rafmagn. Ég þarf að athuga þetta betur og kvarta sjálfur.

Valdimar Samúelsson, 9.4.2018 kl. 10:56

12 identicon

Sæll Ómar.

Titill þessa pistils er umhugsunarverður
fyrir þá sök að hann hljómar ekki.

Skýringu þessa er að finna í aðalorðinu sem stendur
í þofalli og veldur þessum lýtum.

Held ég megi fullyrða að Fjölnismenn hafi á sinni tíð
látið þetta orð halda sér í nefnifalli og með greini.
Það er í samræmi við þá venju að föstum orðasamböndum
skuli jafnan halda til haga með þeim hætti.

Málsháttur þessi vísar til dómsins og á því upphaf sitt
í Biblíunni.

Til að forðast helvítisvist er því vissara að fara með þetta þannig:
Í upphafi skyldi endirinn skoða.

Annars samsvarar það sænsku barnasögunum hvar stendur fullum fetum:
Siggi Dóri litli! Þú ert búinn að drepa hann pabba þinn,
þetta máttu aldrei gera aftur!

Húsari. (IP-tala skráð) 9.4.2018 kl. 22:05

13 identicon

Sæll Ómar.

Slysaðist inn á Stofnun Árna Magnússonar
og þar stendur þetta:

"Athugið: Málvenja er að nota orðmyndina endirinn í þolfalli í orðasambandinu í upphafi skyldi endirinn skoða. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um þetta allt frá 17. öld. Afbrigðið í upphafi skyldi endinn skoða er einnig notað."

Húsari. (IP-tala skráð) 9.4.2018 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband