Tekur tíma að vinda ofan af afleiðingum langtíma spillingar.

Á hundrað ára afmælisári fullveldis Íslands stingur í augu þegar skoðað er, hvaða stjórnmálaflokkar hafa næstum því einokað eistök ráðuneyti, til dæmis að sjá hvernig einn flokkurinn hefur komist upp með það að fá dómsmálaráðuneytið í sinn hlut mestöll þessi hundrað ár. 

Ef hann á aðild að myndun ríkisstjórnar er það eins og ófrávíkjanleg krafa að hann fái dómsmálaráðuneytið í sinn hlut. 

Í þau skipti sem þessi flokkur hefur ekki verið í stjórn hefur sá flokkur, sem hefur staðið næst honum í litrófinu vinstri-hægri, yfirleitt fengið þetta ráðuneyti og þar með vald ráðherra til að skipa dómara og jafnvel fleiri embættismenn. 

Það gerðist strax 1927 og var hinn hluti þess að efla tengsl hægri vængs stjórnmálanna og dómsvaldsins. 

Í þau tvö skipti um nokkurra mánaða skeið, 1958-1959 og 1979 til 1980, þegar Alþýðuflokkurinn sat einn í nokkurs konar starfssjórn, minnihlutastjórn, var dómsmálaráðherra flokksins háður því að stóri valdaflokkurinn verði hann vantrausti og því í raun algerlega háður þessu aldarlanga valdi. 

Embættisveitingavaldið hefur sem sé lagað sig að því fyrirkomulagi að dómsmálaráðherra geti andað ofan í hálsmálið á jafnvel lögreglustjórum eins og gerðist til dæmis hjá einum ráðherranum fyrir nokkrum árum. 

Þetta síðasta, næsta lárétt tengsl frá dómsmálaráðherra til embættismanna á borð við lögreglustjóra, hefur að sjálfsögðu vakið athygli GRECO, en ekki er víst að þau samtök ríkja gegn spillingu á vettvangi Evrópuráðsins hafi áttað sig á heillar aldar undirrót spillingar í dómsmálum hér á landi. 

Það þarf að fara aftur til Sovétríkjanna sálugu og kommúnistaríkjanna til að sjá eitthvað sem tekur fram hinu sérstæða íslenska kerfi í 100 ár, en í Sovétríkjunum var það skilyrði fyrir að geta orðið dómari eða lögreglustjóri í Sovétríkjunum að viðkomandi væri félagi í Kommúnistaflokknum.

Eitt skref til að aflétta hluta af hinni næstum því sovésku skipun hér á landi var þegar hjólreiðamaður á Akureyri tókst fyrir einstaklingsframtak að kæra fyrir Mannréttindadómsstólnum í Strassburg framferði dómsvaldsins við að sami aðilinn beitti lögregluvaldi, rannsakaði málið og dæmdi í því. 

Nokkuð, sem Íslendingum virtist fram að því að þykja alveg jafn sjálfsagt og að einn sterkur stjórnmálaflokkur færi langt með að einoka næstum dómsmálaráðherraembættið. 

Og þegar áberandi halli á yfirráðum yfir dómsmálaráðuneytinu er skoðað, bera þeir flokkar líka ákveðna ábyrgð, sem hafa í heila öld beygt sig fyrir einhliða kröfu eins og sama flokksins um úthlutun embættis dómsmálaráðherra. 

Mál Jóns Kristinssonar á Akureyri snerist þó aðeins um að sekt fyrir brot á reglum um hjólreiðar, en krafan um óháð vinnubrögð við framkvæmd dómsmála var af hálfu Mannréttindadómstólsins talin prisipp- eða grundvallarkrafa og olli því að Íslendingar, með hangandi hendi, urðu að gerbylta dóms- og réttarkerfi landsins svo að það uppfyllti lágmarks mannréttindakröfur.  

Þegar eitthvað ástand hefur varið í hátt í eina öld, tekur tíma að vinda ofan af því og er nýlegt dæmi varðandi Landsdóm vitni um það.  


mbl.is Setja þurfi reglur og framfylgja þeim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Athyglisverð skýrsla. Aðdragandinn að nýrri skýrslugerð GRECO hlýtur að hafa verið langur. Hvaðan skyldu skýrslugerðarmenn fá upplýsingar? Af dómsmálum sem berast Evrópudómstólnum eða borgurunum? Augljóst er að Íslendingar hafa ekki fylgst nægilega með þróun borgarréttinda í Evrópu. Fjöldinn allur af málum hafa farið fyrir dómstóllinn og íslenska ríkið hefur þurft að gera margar réttarbætur, einkum á seinustu árum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði fram frumvarp um embætti Héraðssaksóknara.

"Fram kem­ur að rík­is­stjórn­in hafi sett á lagg­irn­ar stýri­hóp gegn spill­ingu árið 2014 en hins veg­ar sé slá­andi í ljósi for­sög­unn­ar að ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða eða heild­ar­stefna verið mótuð af hópn­um til þess að stuðla að ráðvendni inn­an rík­is­stofn­ana." 

Í alfræðiritinu Wikipedia kemur fram að dómsmálaráðherrar hafa verið úr mörgum flokkum. Það er því ekki rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið ráðið umgjörð dómstóla og haft eftirlit með verklagi stofnanna innan embættisins. Ábyrgðin verður að skrifast á alla flokka og kjósendur sem hafa ekki staðið vaktina. Í þennan lista vantar að geta um Sigmund Davíð og ef til vill fleiri. 

    a.

    Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 13.4.2018 kl. 00:09

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband