Eins gott að þeir vandi sig. Eiturefnavopn hafa haft sérstöðu í 100 ár.

Vonandi hafa aðvaranir Rússa við loftárásum Bandaríkjanna, Breta og Frakka í Sýrlandi beinst að því að benda þeim á áhættuna af því að drepa rússneska hermenn með þeim. 

Vonandi hafa þríveldin vandað sig nógu vel til þess að slíkt hafi ekki gerst. 

Rússar kasta úr glerhúsi sem þeir hafa búið í allan tímann í Sýrlandi með her sinn á landi og í lofti í bullandi hernaðaraðgerðum. 

Listinn yfir efnavopnaárásir Assads í gegnum árin er langur og ljótur, jafnvel þótt hluti af því væri talinn ósannaður. 

Hann var ekki meira ósannaður en það að Assad neyddist til að láta eyða efnavopnunum, en samt greinilega ekki nógu miklu af þeim. 

Eina hugsanlega ástæða efnavopnaárásar hjá Assd, jafn vel mjög afmörkaðri aðgerð eins og kann að hafa verið framkvæmd í Douma, er sú það þessi grimmi harðstjóri telji hana fela í sér fælingarmátt og niðurbrot á viðnámsþreki andstæðinga hans. 

Efnavopnaárásir eru sér á parti í hernaði, vegna þess að strax í Fyrri heimsstyrjöldinni kynntust stríðsaðilar því, að slíkur hernaður stigmagnast, ef byrjað er á honum og fer úr böndunum að öllu leyti. 

Þarf ekki annað en breytta vindátt til að eitrið drepi þá sem beita því. 

Í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar var dreift gasgrímum meðal stríðsþjóðanna. 

Sem betur fór fyrir alla var eiturhernaði aldrei beitt í stríðinu. Jafnvel vitfirringurinn Hitler gerði það ekki. 


mbl.is „Eins og best verður á kosið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Bandaríkjamenn myrtu fleir hundruð rússneska hermenn ... pompeo montaði sig af því.

Rússar hafa alltaf verið hálfgerðar bleiður ... staðreynd sem kaninn spilar á eins og harmoniku.

Vandamálið er bara það, að skripal málið eru ósannindi og spurning um söguna um Ghouda. Þeim var mikið um, að hefja árásina ... áður en sönnunum var safnað.

Örn Einar Hansen, 14.4.2018 kl. 20:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rússarnir sem unnu sigur í mikilvægustu orrustu stríðsins við Stalingrad voru engar bleyður. Í þeirri orrustu tóku tíu sinnum fleiri hermenn þátt en í orrustunni við El Alamein, sem háð var sama haust.  

Ómar Ragnarsson, 14.4.2018 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband