Stinningskaldi skapar sandmistur.

Á leið eftir hjólastígum og gangstígum í dag frá Kringlunni austur í Spöng í Grafarvogshverfi varð maður óþyrmilega var við það, að svo mikið ryk af götum borgarinnar hefur sest um alla borg, að þegar það komu vindhviður, uppgefnar um 15 m/sek samkvæmt vedur.is, feyktu þær upp rykinu af gatnakerfinu án þess að helsti valdur ryksins aðra daga, stórir bílar sem þyrla því upp, kæmu við sögu. 

Á nokkrum stöðum stóð rykstrókurinn inn í andlitið og sandur settist í augun. Svifryk Kópavogi

Myndin sem fylgir tengdri frétt á mbl.is sýnir einmitt hvernig aðeins einn stór bíll getur búið til fyrirbæri, sem lítur tilsýndar út eins og sandstormur. 

En það getur líka vindur sem er þó ekki meira en um 15 metrar á sekúndu í hviðum. 

Tðlurnar sem birtar eru í fréttinni eru sláandi, 366 grömm (afsakið, míkrógrömm, sjá athugasemd) á hálftíma, en heilsuverndarmörkin eru 50 yfir heilan sólarhring. 

Ekki amalegt fyrir borg sem er búin að fá Umhverfisverðlaun Norðurlanda. 

 


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Framsókn var stillt friðar,

fjandskapnun ýtt til hliðar,

en samt bar'að hálfu,

því Simmi tók sjálfu,

er þau sólin settust á Viðar...undecided

http://www.visir.is/g/2018180419104/sa-sem-atti-ad-bjarga-imynd-sigmundar-eftir-panamaskjolin-faer-enga-peninga 

Þjóðólfur í Ómynd (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 21:19

2 identicon

Ég efast nú um, og má þó hafa rangt fyrir mér, að við værum mikið á ferð í sandveðri þar sem sandmagnið í hverjum rúmmetra lofts væri 366 grömm. 

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 21:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta eru 366 míkrógrömm. 

Ómar Ragnarsson, 16.4.2018 kl. 21:33

4 identicon

Nú lét ég duga að lesa bloggpistilinn. Þar kom þessi tala, 366 grömm, fram.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 21:57

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ef borgaryfirvöld hefðu haft manndóm og dug í sér undanfarin ár og þrifið götur reglulega eins og gert er í flestöllum siðmenntuðum borgum væri ástandið ekki svona slæmt. Rykið sem verið er að þyrla upp núna er jafnvel margra ára gamalt. Í dag (gær) fannst svo sannarlega fyrir þessu bæði í augum og munni. Meðan sóðar stjórna lagast ekkert.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.4.2018 kl. 00:22

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Raunar hefur þessi slóðaskapur í hreinsun viðgengist í borginni um áraraðir. 

En á árum áður þegar göturnar voru malargötur voru þær stundum vökvaðar. En ekki minnist ég þess að svifryksmælingar hafi komið til fyrr en löngu síðar. 

Og á meðan enginn hitamælir er til að mæla sjúklinginn, verða engin gögn til um það hvort hann sé með of háan hita. 

Ómar Ragnarsson, 17.4.2018 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband