18.4.2018 | 09:28
"Flugmiði nóg til að flýja land..."
Stundum geta blaðafyrirsagnir verið svo yndislega ljóðrænar, samanber þessa hér að ofan á tengdri frétt á mbl.is.
Það virðist óþarfi að óttast strand
ef eltir mann harðsnúin lögga.
"Flugmiði nóg til að flýja land"
ef fer hún mann eitthvað að bögga.
Flugmiði nóg til að flýja land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ævintýri enn gerast . . ." :)
Wilhelm Emilsson, 18.4.2018 kl. 10:51
Æ,´æ, sá texti var nú ekki burðugur hjá mér hér í den, en mér til mikillar undrunar fékk hann vængi, - kannski vegna þess að hljómsveitin Ævintýri og Björgvin Halldórsson, fyrsta poppgoð Íslands, mælt í skoðanakönnun,gerði lagið að titillagi á fyrstu smáskífu sinni, ef ég man rétt.
Ómar Ragnarsson, 18.4.2018 kl. 12:40
Kærar þakkir fyrir svarið. Listamenn eru oft gagnrýnir á eigin verk. En mér finnst lagið, flutningurinn og textinn mynda dásamlega heild.
Wilhelm Emilsson, 18.4.2018 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.