Sömu aðilar á bakvið Eldvarpavirkjun og Hvalárvirkjun.

Svo mikil er ásókn "fjárfesta" í því sem Nóbelskáldið kallaði "hernaðinn gegn landinu" í frægri grein, að sami maðurinn standi á bak við þennan hernað á tveimur stöðum á landinu í einu. 

Vesturverk er í eign HS orku sem er líka skrifuð fyrir komandi Eldvarpavirkjun norðan við Grindavík. En HS orka hefur lengst af verið í eign skúffufyrirtækis skráðu í Svíþjóð, sem aftur hefur verið í eign kanadíska auðmannsins Ross Beaty. Eldvörp. Grindavík í fjarska.

Nú mun Beaty hafa selt öðrum aðstöðu sína og aðkomu að bæði Eldvarpavirkjun og Hvalárvirkjun. 

Eldvarpavirkjun er nú keyrð áfram vegna þess að í skefjalausri rányrkju á orkuforða orkuhólfs, sem er sameiginlegt fyrir Svartsengi og Eldvörp, fellur landið niður og orkan minnkar, hafði fallið um fimmtung í fyrra. 

Í örvæntingu ætla menn í anda skómigustefnunnar, að pumpa sem hraðast uppúr þessu orkuhólfi og valda með því hastarlegra hruni á endanum og stytta með því líftíma virkjananna. Eldvörp syðrihl.horf til na

En þar að auki að valda í skefjalausri skammtímagræðgi óafturkræfum umhverfisspjöllum á fyrirbæri, sem hvergi er að finna á þurrlendi jarðar nema á Íslandi. 

Á hálendinu suður af Drangajökli á nú með stórstækkaðri virkjun Hvalár að ráðast á náttúruverðmæti, ósnortið hálendi, sem er sama eðlis og það hálendi, sem er innan Vatnajökulþjóðgarðs og gefur þegar til frambúðar 150 störf beint, þar af meirihlutinn af þeirri gerð sem best tryggir afkomu byggða, konum á barneignaaldri. 

Hvalárvirkjun mun ekki gefa eitt einasta starf til frambúðar. Hvalárvirkjunkort

Hinum megin við flóann var sagt fyrir 30 árum að stórvirkjun í Blöndu myndi "bjarga Norðvesturlandi."  

Jú, að voru uppgrip við virkjanaframkvæmdir í nokkur ár en síðan urðu jafnmargir menn atvinnulausir og höfðu fengið atvinnu þegar virkjunum lauk. 

En í framhaldi af virkjuninni fór stórkostlegasta fólksfækkun í sögu Norðvesturlands. 

Þrátt fyrir sterk rök fyrir atvinnulegu gildi þjóðgarðs eða friðlands á austurhálendi Vestfjarða er er sagt um þann, sem þetta skrifar, að hann hafi "um langan aldur barist með öllum tiltækum ráðum gegn mannlífi og framförum á Vestfjörðum." 

Einnig segir oddviti Árneshrepps blákalt í Kastljósi að fossarnir verði áfram þótt árnar verði virkjaðar, rétt eins og að vatnið í ánum fyrst látið renna í gegnum pípur niður í stöðvarhús en síðan notað aftur til að renna um fossana.  

Landeigandinn í Ófeigsfirði segir að fyrirbæri eins og Drynjandi og Rjúkandi sem hafa hlotið nöfn sín af tignarlegu útliti, verði þeim mun fallegri sem minna vatn verði í þeim!   

 

 


mbl.is Vill fá svör um aðkomu Vesturverks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband