Ein ástæða nægir: Að tryggja áframhaldandi völd Kim Jong-un.

Ef Norður-Kóreumenn fá að halda nægilegu magni kjarnorkuvopna til þess að fæla önnur ríki frá því að reyna að steypa kommúnistum af stóli, þurfa þeir ekki að fara fram á meira. 

Kim Jong-un hefur greinilega leikið þann leik að ganga eins langt í uppbyggingu slíks fælingarmáttar kjarnorkuvopna og mögulegt væri til þess að geta spilað úr nægilega sterkri stöðu þegar kæmi til samningaviðræðna um að búa til friðvænlegt ástand á Kóreuskaganum. 

Hann er að gera svipað því sem gerðist í Kúbudeilunni 1962 þegar Sovétmenn og Kastró fengu því framgengt að tryggt væri, að Bandaríkin réðust ekki á Kúbu til að steypa kommúnistum af stóli. 

Enda hefur það ekki gerst. 

Líklega eru kúgunin og kröpp kjör þorra Norður-Kóreumanna mun verri en þau hafa verið á Kúbu, en með gríðarlega harðri ritskoðun og heilaþvætti í langan tíma, er með ólíkindum hvernig tekist hefur að innræta þjóðinni slíkan ótta við erlenda innrás og afskipti, að hún virðist sætta sig frekar við ástandið eins og það er. 

Það væri ekkert ósamræmi í því hjá Trump að láta kyrrt liggja eftir að störukeppninni, sem ríkt hefur frá valdatöku hans, virðist vera að ljúka. 

Hann sagði í kosningabaráttu sinni að Bandaríkjamenn hefðu ekkert átt að skipta sér af Assad 2011 og heldur ekki af Saddam Hussein 2003, þótt þetta væru harðstjórar. 

Reynslan hefði sýnt að mannfall og hörmungar hefðu orðið meiri vegna vanhugsaðra og óraunsærra aðgerða, heldur en ef vestrænar þjóðir hefðu ekkert skipt sér af innanlandsátökum í þessum löndum. 

Þetta blasir enn betur við varðandi Norður-Kóreu. Þar er um tvo slæma kosti að ræða: Að leyfa öllu að þróast upp í stríðsátök, sem myndu valda óheyrilegum hörmungum, mannskaða og eignatjóni, - eða - að leita að friðsamlegri lausn, sem að vísu myndu viðhalda kúgun og harðstjórn í Norður-Kóreu. 

Síðari kosturinn, þótt slæmur sé, virðist skárri. 


mbl.is Trump: Góðar fréttir fyrir heimsbyggðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trump er held ég innst inni einangrunarsinni. Hann er hins vegar tilneyddur að gera eitthvað varðandi Norður-Kóreu vegna ógnarinnar sem stafar af kjarnorkuvopnaeign þeirra. Samningar eru líklegastir, en hvort þeir verða til að bægja þessari ógn frá til lengri tíma er annað mál.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2018 kl. 10:33

2 identicon

Sæll Ómar.

Ætli það séu nú ekki frekar
að þakka samningum Kína og Sovétmanna
við Bandaríkin að málum er svo komið.

Held að skátahöfðinginn skipti engu máli í þessu sambandi!

Húsari. (IP-tala skráð) 22.4.2018 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband