Nú þarf heldur betur útskýringar.

Sérstaða máls Sindra Þórs Sigfússonar, svo einstaklega "krúttlega" íslenskt sem það hefur verið, hefur vakið athygli erlendis. 

Mál Jóns Hreggviðssonar kemur upp í hugann, en hann hljóp á sínum flótta yfir hið blauta Holland, það sama land og Sindri Þór er nú staddur í. 

Íslenskir almannahagsmunir krefjast þess að lög og reglur og framkvæmd þeirra ´varðandi handtökur, frelsissviptingu og fangelsisvist séu skýrar í hvívetna. 

Það, sem hingað til hefur sést opinberlega um þau efni og gang þessa sérkennilega máls, virðist ekki verið útskýrt á viðunandi hátt í fjölmiðlum, hverju sem um er að kenna. 


mbl.is Sindri Þór handtekinn í Amsterdam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband