2.5.2018 | 17:40
Sum mistök geta orðið hræðileg á meðan mörg önnur svipuð hverfa.
Hlutverk leikmanna í mörgm flokkaíþróttum eru misjöfn og sum mistök varða ægileg og ódauðleg á meðan önnur svipuð hverfa í djúp gleymskunnar jafnharðan.
Þannig verða ýmis mistök varnarmanna yfirleitt margfalt afdrifaríkari en sams konar mistök sóknarmanna.
Mistök Sven Ulreich, markvarðar Bayern Munchen, eru af þeim toga. Í öllum knattíþróttum kemur það fyrir flesta leikmenn, að missa boltann til andstæðinganna, jafnvel oft í hverjum leik.
En það er bara ekki sama hvar eða hvernig.
Þegar Messi sýnir gargandi snilld við að einleika með knöttinn upp allan völlinn, komast framhjá mörgum varnarmönnum og skora glæsilegt mark, geta auðveldlega gleymst fjöldi tilrauna hans í sama leik til að gera svipað, sem mistókust.
Að sama skapi er raun varnarmanns mikil, sem lætur leika á sig eða missir boltann til andstæðinganna.
Í fjölda afdrifaríkra leikja á HM og EM lifir aðeins eitt atvik: Þegar sá síðasti sem tók vítaspyrnurnar í langri röð vítaspyrna í leikslok, skoraði ekki.
Við það falla allar fyrri spyrnurnar í keppninni í gleymsku en vesalings síðasti spyrnandinn verður að lifa við ævilanga skömm.
Markverðirnir verða líka að kyngja ýmsu í slíkri keppni.
Í því tilfelli sem markverðirnir hafa ekki varið eitt einasta skot, en annar þeirra tekur síðan upp á því að verja eitt skot, sem dugar til að tryggja liði hans sigur, falla í gleymsku allar misheppnuðu tilraunirnar hans og hins markvarðarins til að verja fram að þessari síðustu spyrnu og vörslu, en þessi eina í lokin lifir og verður fræg.
Orðlaus eftir mistökin hræðilegu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"The winner takes it all, the looser standing small / and the looser has to fall.." (ABBA)
Mér finn varla hægt að ásaka hann fyrir þessa tilraun til að verja á þennan hátt. Ef hann hefði varið hann með höndum, þá hvað ??
Már Elíson, 2.5.2018 kl. 18:35
Þá er hann í mjög vondum málum, því að þetta dæmist vera hendi alveg eins og hjá öðrum leikmönnum, sem handleika boltann ólöglega inni í vítateig.
Hann gleymdi því á ögurstundu að boltinn kom frá samherja og að hann mátti alls ekki stöðva boltann með hendinni.
Fattaði þetta ekki fyrr en of seint.
Ómar Ragnarsson, 2.5.2018 kl. 19:58
Þetta er ekki rétt. Taki markvörður boltann með höndum eftir sendingu frá samherja er dæmd óbein aukaspyrna. Um þetta er fjallað í 12. grein knattspyrnureglnanna.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.5.2018 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.