Síendurtekinn flótti frá staðreyndum.

Til eru alþjóðlega viðurkenndar aðferðir við meta slysatíðni á vegum. Ein þeirra er sú evrópska, alvarleg slys á hverja milljón ekna kílómetra. 

Skemmst er frá því að segja að hér á landi hefur ríkt og ríkir enn flótti frá þeim staðreyndum, sem liggja að baki þessari aðferð. 

Svo virðist sem menn geti ekki einu sinni beitt þessu á sambærilega kafla eins og til dæmis á suðvesturhorni landsins. 

Þannig var gersamlega nýr Álftanesvegur látinn hafa forgang yfir alla aðra sambærilega kafla á höfuðborgarsvæðinu 2013, ekki bara þegar hann var lagður, heldur í heilan áratug framundan. 

Þó voru 22 aðrir sambærilegir kaflar með hærri slysatíðni. 

Vel hefði verið hægt að lagfæra veginn sem fyrir var, fyrir brot af þeirri upphæð sem fór í nýja kaflann, sem er nú með lengstu blindbeygju á suðvesturhorninu, ef ekki enn stærra svæði. 

Ruglið virðist halda áfram um víðan völl. 

Útlendingar, sem koma til landsins, hljóta að verða undrandi við það að sjá, að eftir því sem komið er nær Hafnarfirði á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli, þrengist vegurinn og verður seinfarnari og hættulegri. án þess að hægt sé að kenna aðþrengjandi byggð um.  


mbl.is 28 slys á kílómetra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þörf áminning hjá Ómari. Þessi kafli á Reykjanesbrautinni frá Kaplakrika suður fyrir Straumsvík er með þvílíkum ólíkindum að maður kann eiginlega engin orð til að lýsa þessu fyrirbrigði. Maður veltir fyrir sér á hverju standi þarna - er ágreiningur við bæjarstjórn Hafnarfjarðar um vegstæði eða hvað er þarna í gangi?

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 3.5.2018 kl. 15:57

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Há komugjöld eru í farvatninu. Ríkistjórnin áformar að leggja á 1000 krónur fyrir hvert farþega í flugi. Vel í lagt og of hátt gjald. Getur dregið úr komu ferðamanna og innanlandsflugi. Helmingurinn væri nóg. Ferðaþjónustan er viðkvæmur markaður. Verðlag á Ísland er álíka og á Glapagoseyjum langt út í  Kyrrahafi og við miðbaug.

Fjárframlög til vegagerðar eru ómarkviss og ekki gætt að því hvar arðsemin er mest. Eftir aldamót voru gerð stórvirki í vegamálum, en nú er eins og kraftinn vanti. Kjósendur verða að vera metnaðarfyllri á Suð-Vesturlandi. Eiga ekki að þola órétt og láta viðgangast að landsbyggðamenn hafi tvöfalt meiri áhrif á kosningu til til Alþingis. 

Sigurður Antonsson, 3.5.2018 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband