Fín lausn fyrir virkjun Gullfoss?

Á sama hátt og "ekki verður hróflað við giljum og árfarvegum" með Hvalárvirkjun, eins og upplýsingarfulltrúi Vesturverks segir, heldur aðeins gerðar afturkræfar stíflur og vatn tekið niður í jarðgöng við þær,  ætti að blasa við að auðvelt verði að virkja sjálfan Gullfoss án þess að hróflað verði við árfarvegi, heldur gerð afturkræf stífla ofar í Hvítá og þurr árfarvegurinn látinn ósnertur þaðan niður á brún Hvítárgljúfurs og ekki hróflað við vatnslausu gljúfrinu. 

Í og við árfarvegina, sem Birna Lárusdóttir upplýsingarfulltrúi talar um að ekki verði hróflað við, eru fossafyrirbæri sem heita Drynjandi og Rjúkandi, sem hún fullyrðir að verði hægt að láta vatn renna um á sama tíma og taka verður vatn af ánum til þess að þrýstast niður í gegnum fallgöng til að búa til 55 megavatta orku. 

Þetta samsvarar því að auðvelt sé að eiga kökuna án þess að hrófla við henni, - en éta hana samt um leið. 

Ég hef komið síðsumars að stórfossinum Rjukan í Noregi, sem var frægasti foss Noregs þar til hann var virkjaður fyrir rúmri öld á mjög svipaðan hátt og virkja á Drynjanda og Rjúkanda. 

Þar "var ekki hróflað við farveginum, aðeins reistar nokkrar afturkræfar stíflur og vatn tekið af ám og því steypt niður í gegnum fallgöng í stöðvarhús neðar í dalnum. 

Ég fór þangað ekki til þess að njóta þessa aflmikla foss, sem helstu valdamönnum Evrópu, svo sem Frakklandskeisara, var boðið að hrífast af vegna afls og hárra druna, heldur fór ég þangað til að taka mynd af því, hvernig farið hafði fyrir fossinumm - vissi að aðeins yrði horft í þurrt og hljótt stæði fossins sem enga hrífur lengur né dregur að. 

Birna segir, að 350 störf skapist á framkvæmdatímanum, sem er 2-3 ár. 

En því er sleppt að um leið og framkvæmdum lýkur, tapast 350 störfin, því að eftir það skapar virkjunin ekkert starf.  

Nú hljóta Sunnlendingar að drífa í því að fá þær Birnu og Evu sveitarstjóra Árneshrepps til þess að Gullfoss verði virkjaður hið snarasta með aðferð, sem mun vekja heimsathygli fyrir þær blekkingar, sem beitt er við að rökstyðja hervirkin á hendur íslenskum fossum og  náttúruverðmætum.  


mbl.is Ekki hróflað við fallegum svæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að einhver vilji fórna því að horfa á aflmikinn foss, finna jörðina titra og heyra háar drunurnar fyrir hégóma eins og upplýstar skurðstofur, skó á börnin sín og minni mengun í heiminum er óskiljanlegt....sumu fólki. Sínum augum lítur hver á silfrið.

Gústi (IP-tala skráð) 5.5.2018 kl. 04:17

2 Smámynd: Már Elíson

Frábær pistill Ómar, en á sama tímapunkti sorglegt að sjá barnalegt komment téðs "gústa". - Það eru ekki til orð yfir svoleiðis kjána, en verst þykir mér samt vitandi það að Eva sem hefur alla tíð (langa tíð) haft náttúruna sem aðdráttarafl fyrir sig persónulega og hótelrekstur sinn, skuli snúast eins og dæmigerður heilalaus stjórmálamaður og veita því atkvæði sitt að eyðileggja fegurð fossa og fjalla. Ja, margur hefði ekki trúað því eftir að hafa heimsótt og gist á hóteli hennar þar sem nálægðin við náttúruna var dásömuð en viðsnúningurinn alger þegar frúin er orðin "sveitastjóri..."

Már Elíson, 5.5.2018 kl. 08:58

3 identicon

afhverfu ekki áður en hreppamenn stela honum alveg.  þá er nokkur munur á þessu tvennu. mér vitanlega ætti brúarárvirkjun uppá 9.9.að duga gróðurhúsum vel. tala nú ekki um ef hagavatnsvirkjun nýjast hugmynd 9.9 æti að duga vel fyrir ýmsan smáiðnað á svæðinu svo þörf heimamanna fyrir gullfossvirkjun er óþörf annað með hvalárvirkjun þar er skortur á rafmagni fyrir drauma fiskeldis ísafjarðardjúpi. þessi störf og ekki störf skipta ekki sköpum í þessu sambandi ef byggður er góður vegur árneshreppi til ísafjarðar getur fjölgun orðið í hreppnum 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.5.2018 kl. 09:46

4 identicon

fyrirgéfiði á að vera ásbrandsvirkjuní tungufljóti ekki brúará hún er það sprungin það borgar sig ekki að þétta bergið. en spurníngin er með hrútána sem mætti bæta við kálfá uppá 9.9. það ætti að duga fyrir nokkrar hótelbyggíngar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.5.2018 kl. 09:52

5 identicon

Árneshrepps?

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 5.5.2018 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband