Sérfræðingur í að snúa málum á haus.

Alla sína tíð hefur Donald Trump verið sérfræðingur í að snúa málum á haus. Að hans sögn vann hann frækinn sigur í öllum sínum gjaldþrotamálum. 

Trump gagnrýndi harðlega í kosningabaráttu sinni innrásina í Írak 2003. Hún var þá gerð á þeim forsendum að ný sönnunargögn sýndu, að Írakar væru að koma sér upp gereyðingarvopnum. 

Engin slík vopn fundust eftir innrásina. 

En maðurinn, sem spann upp lygarnar um gereyðingarvopnin, er nú einn af innstu koppum í búri Trumps og "ráðleggur" honum af kappi. 

Og auðvitað er aftur spunnin um saga um "ný" gögn, myndir sem sýni að Íranir séu að brjóta kjarnorkusamkomulagið og smíða kjarnorkuvopn. 

Helstu sérfræðingar á því sviði, meðal annars hja Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni, segja hins vegar að þetta séu allt gömul gögn, meira að segja allt að 13 ára gömul! 

Helstu fylgismenn Trumps halda svipuðu fram og gert var 2003 um Íraka, að það sé ekki hægt að treysta Írönum og þess vegna sé það þeim að kenna að Trump verði að rifta samkomulaginu við þá! 

Sem sagt, sá sem riftir samningum og stendur ekki við þá, er traustsins verður, en ekki hinn, sem vill halda þá og gerir það! 

Dæmigert um það hvernig Trump og hans menn snúa málum á haus eftir geðþótta. 

Á sama tíma ætlar Trump að fara að gera samning við Norður-Kóreu, þar sem mannréttindabrot og kúgun eru með þeim endemum, að engin önnur ríki komast nálægt því. 

Allar aðgerðir Trumps í tollamálum og alþjóðasamningum eru að setja af stað afleiðingar, sem munu verða til hins verra að öllu leyti á heimsvísu, þvert ofan í ummæli hans um hve mjög þessar aðgerðir muni lyfta Bandaríkjunum og gera þau "mikil að nýju." 


mbl.is Lýsir áhyggjum vegna ákvörðunar Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar mætti ekki líka segja að þeir sem gerðu svona samninga við Írana séu ekki traustsins verðir. Það er einhvað að hjá Írönum og að koma með hótanir strax að bandaríkin skulu fá fyrir sinn snúð. Hljómar það ekki skringilega. Þegar þú hótar ríki sem var að hjálpa þér þegar þeir segja að þeir vilji það ekki lengur.???

Valdimar Samúelsson, 9.5.2018 kl. 15:32

2 identicon

Sæll Ómar.

Vonandi er tíðinda að vænta frá Osló innan skamms
og að heimsbyggðin geti fagnað þeim leiðtoga sem lagt
hefur meira til friðar en nokkur annar seinustu áratugina.

Med vennlig hilsen!

Húsari. (IP-tala skráð) 9.5.2018 kl. 16:05

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta eins og fleira í skoðunum þínum í Alþjóðamálum gengur ekki upp í mínum haus. Hver annar á að rifta samningnum vegna vanefnda?Hvernig færðu út að Íranir séu traustsins verðir þó að Merkel og Macron vilji halda áfram að versla við klerkana? 

Finnst þér einræðisstjórn sem er arfleifð Ayjatolla Khomeini og morðhunda hans traustsins verðir?

Ert þú trausts verður eftir að vanvirða forystmann stærsta lýðræðisríkis heims á þann hátt sem þú gerir? Hver ert þú til að vita betur en hann?

Halldór Jónsson, 9.5.2018 kl. 16:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bush sagðist vera með gögn sem sýndu að Saddam Hussein væri með gereyðingarvopn. 

Til þess að finna út hvort þetta var rétt var ráðist á Írak en engin gögn fundust. Þetta hefur Trump fordæmt. 

Gögnin, sem Netanyahu sýndi,  voru gömul og frá því fyrir gerð samkomulagsins. 

Það er ekki ég sem tel mig vita betur em Trump heldur sérfræðingar Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar. 

Það er sérkennilegt að ég sé sagður vanvirða forystumann stærsta lýðræðisríkis heims með því að taka frekar mark á þeim sem best þekkja kjarnorkumálin heldur en Bandaríkjaforseta, em sjálfur hefur sagt að Barack Obama og Hillary Clinton séu stofnendur ISIS. 

Samkvæmt þessum skilningi og orðalagi þínu ert þú sjálfur að vanvirða forystumenn þriggja öflugustu Evrópuríkjanna. 

En mér dettur ekki í hug að nota slíkt orðalag um þann sjálfsagða hlut að hafa skoðanir á því sem menn, sem hafa líf allrar heimsbyggðarinnar í hendi sér eru að gera.  

Ómar Ragnarsson, 9.5.2018 kl. 19:52

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er ekki bara sagan um gereyðingarvopnin í Írak ... heldur einnig "gas" árásirnar í Sýrlandi.  Rússar gengu til OCPW með sannanir ... enginn hlustaði ... rússar hafa eftir það "lokað" öllum fréttum til vesturlanda. áhyggjuefni?

Samkvæmt þessari "sögu" eiga Íranir að hafa verið statt og stöðugt síðan 1953 að reyna að afla sér kjarnavopna.

Mér virðist svona "sögur" hljóti að koma frá "The Master Race" ... þar sem Írana greyin eru svo heimskir að þeir geta ekki á 50 árum, það sem aðrir gátu á minna en tíu.  Og meira að segja Kim Jung Ping Pong ... gat og ekki var hann að keppast í 65 ár.

Og samkvæmt þessum "Master Race", sem Trump er ógljóslega í slagtogi með ... ef sjá má af "sjálfsálitinu" og hversu hátt í loft nefið á honum er. Erum við hin, allir bara afglapar ... sem getum ekki einu sinni lagt saman tvo og tvo.

Íranir, eru stórhættulegir ... þeir eru "kanski" að útvega sér kjarnavopn. En kaninn sem myrti hundruðir þúsunda með þessu, og miljónir með sýklavopnum í kóreu ... og fleiri miljónir manna með eiturefnum í Víetnam ... Nei, þeir eru "bjargvættir" heimsins.  Og þessir bjargvættir, segja sig vera "verndara lýðræðis" ... en þessi lýðræðislega kjörni forseti, sem var kosinn af fólki sem vildi endi á þessi endalausu stríð ... nei, Trump er algerlega á valdi "haukanna" eða "bakstjórnarinnar" ... sem aldrei var kosinn í embætti.

Það var þá "lýðræðir" ... og enn meira eru þeir líklegir til að "vernda" okkar lýðræði ... eða hitt þá heldur.

Örn Einar Hansen, 9.5.2018 kl. 20:01

6 identicon

Málið er að fólk sem stjórna Iran eru að hóta Bandaríkin og segja " death to America" samtímis sem þau eru með samning með þeim. Það væri vitlaust að láta samninginn heldur áfram með fólk sem greinilega hatar þeim. Allt á meðan þau eru að því að undirbúa að ráðast á Israel - landið sem þau hefur sagt vill eyða.

Merry (IP-tala skráð) 9.5.2018 kl. 21:54

7 identicon

Sæll Ómar.

Það vita allir sem vilja vita að kjarnavopnin
sem Írakar bjuggu yfir voru flutt yfir til Íran.

Íran er raunveruleg ógn við heimsfriðin; samningar 
við þá að óbreyttu marklausir.

Tilvonandi friðarverðlaunahafi Nóbels vill tryggja 
raunverulegan frið í þessum heimshluta með aðgerðum sínum,
frið sem heldur en ekki "frið um vora daga" að hætti 
Chamberlains.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.5.2018 kl. 22:26

8 Smámynd: Már Elíson

Það er nú ekki glæpur Halldór að segja sannleikann um þennan vitleysing sem þínir líkar hampa og virðast taka sem æðstaprest. Hvað er það sem heimurinn sér en þú ekki ? - Hvar ert þú Halldór þá staddur ?

Már Elíson, 9.5.2018 kl. 22:35

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er ekki hægt að horfa á daginn í dag og meta hætturnar. Hvað einhver gerði í síðustu styrjöldum er ekki málið. Njósnasveitir eru æði glöggar bæði hjá Ísrael og USA svo líklega er Kim jon búinn að selja Írönum sínar kjarnorku sprengjur ásamt öðrum tækjum til framleiðslu s.s. skilvindur.Það vita líka allir sem vilja að það var svartur markaður með sprengjur frá Rússlandi á sínum tíma. Þetta sést allt á gervihnatta myndum svo comon gro up. 

Jú Bandaríkin eru súperior þjóð eða eru það Íslendingar.?

Valdimar Samúelsson, 16.5.2018 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband