Dæmi eru um núll stig dómnefnda. Ari fékk 15 stig frá dómnefndum.

Íslenska lagið í Eurovision setti ekki met í fáum stigum dómefnda þótt illa gengi. Dæmi eru um að land eins og Noregur hafi hlotið alls ekkert stig. 

Ari Ólafsson er góður og efnilegur söngvari og ekkert út á flutning hans á laginu að setja, en lenti í því að verða í riðli, þar sem hann varð neðstur meðal of margra jafningja, sem treystu allir /öll á háa og dramatíska tóna í lögunum, sem þau fluttu. 

Það var einfaldlega offramboð af slíkum lögum á þriðjudagskvöld og því fór sem fór, úr því að íslenska lagið stóðst hinum lögunum ekki snúning að mati áhorfenda. 

Það er hvorki ástæða til þess að örvænta né að breyta í grundvallaratriðum um fyrirkomulag keppninnar hér heima. 

Þegar litið er á umfang þess sjónvarpsefnis og umræðu, sem söngvakeppnin fær, auk allra þeirra ca 200 laga, sem send eru inn í hana hér á landi ár hvert, verður að líta bæði á tekjuhlið í formi auglýsinga og dagskrárefnis og á gjaldahliðina. 

Þá er hætt við að erfitt sé að benda á annað sjónvarpsefni sem gefur betur af sér. 

Keppnin er mikil örvun og hvatning fyrir íslenskst tónlistarfólk og skilar miklu meira af sér en sést og heyrist á yfirborðinu. 

 

 

 

 


mbl.is Ísland hafnaði í neðsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki skynsamlegra að fá fagmenn til að semja lög í keppnina?

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2018 kl. 11:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur áður verið reynt en hvorki reynst betra fyrir okkur eða aðra. 

Ómar Ragnarsson, 13.5.2018 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband