Opinber spilling, sem leynist víða.

Spilling í opinberu kerfi ríkja er mjög mismunandi eftir löndum. Þegar fræg alþjóðleg könnun á útbreiðslu spillingar fór fram skömmu fyrir algert bankahrun á Íslandi, réði mútuþægni í ýmsum ríkjum mestu um þá einkunn, sem gefin var. 

Reyndist mútþægni vera ótrúlega mikil í sumum ríkjum. 

Ísland hampaði því að vera með einna minnsta spillingu, en Hrunið leiddi annað í ljós, enda mátti okkur vera ljóst að mýtan um minnstu spillinguna, sem væri hér á landi, væri hláleg í fámenninu þar sem kunningsskapur, hagsmunatengsl, sérhygli og sjálftaka voru á flestra vitorði. 

Eitt af því sem valdið hefur ýmsum vandaræðum í ýmsum ríkjum í Suður-Ameríku er það, hve auðvelt hefur verið að nota mútur til að verða sér úti um ýmsar prófgráður, allt upp í doktorsnafnbætur. 

Þar sem mútuþægni er landlæg, getur hún haft alvarlegar afleiðingar.

Það leiddi rannsókn flugslyss í Mexíkó í ljós, þar sem efnilegasti ungi stjórnmálamaður landsins fórst við það að einkaþota, sem hafði verið leigð til að flytja hann til höfuðborgarinnar, fórst í aðflugi yfir þéttbýlinu þar vegna þess að flugmennirnir höfðu keypt sér réttindi til að fljúga vélinni, sem var í eigu leigufélags en voru í raun ekki færir um að fljúga þotunni ef flugskilyrði og aðstæður, sem voru ekki alveg upp á það besta. 

Mildi var að fjöldi manns fórst ekki við það þotan steyptist til jarðar þegar flugmennirnir réðu ekki við það að fljúga henni við þau skilyrði sem voru í aðfluginu. 

 


mbl.is Ekki slys heldur morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband