Konur á barneignaaldri eru stærsta byggðamálið.

Ótal rannsóknir og niðurstöður á ráðstefnum um málefni jaðarbyggða og dreifbýlis hafa leitt fram þá staðreynd, að þótt mannfjöldi á hverjum tíma, framleiðsla, atvinnutækifærir eða hagvöxtur séu mikilvæg atriði varðandi hag og viðgang byggða, hefur eitt atriði verið vanmetið alla tíð: Fjöldi kvenna á barneignaaldri. 

Skorti eitthvað upp á í þeim efnum, er viðkomandi byggð dauðanum merkt. 

Af því leiðir, að sú gamla hugsun að aðalatriði í stjórnmálum sé að "skaffa" verksmiðjur eða svokölluð atvinnutækifæri, sé til lítils ef þau atriði skortir, sem laða að konur á barneignaaldri, svo sem nútimalegt umhverfi, leikskólar, þjónusta, góðar samgöngur og menntunartækifæri. 

Þótt óhjákvæmilegur samdráttur í fjármögnun innviða fylgdi Hruninu 2008, voru þær ráðstafanir verstar, sem sneru að þessum atriðum, svo sem lokun eða fækkun leikskóla og annarra menntastofnana og niðurfelling þjónustu, sem gerir nútíma fjölskyldulíf mögulegt. Gjögur, Árneshreppi

Gott dæmi um þetta er umræðan um Hvalárvirkjun i Árneshreppi. Eins og lenska hefur verið í heila öld hefur hún snúist um afar stutta og tímabundna atvinnu í kringum framkvæmdirnar, þar sem svipað fyrirbæri hefur verið á dagskrá og við fyrri framkvæmdir af þessu tagi sem aðallega hafa laðað að erlent vinnuafl, sem hefur komið haft í för með sér ruðningsáhrif, en síðar horfið af vettvangi við lok framkvæmda. 

Þessi varð raunin hinum megin við flóann við Blönduvirkjun, sem átti að "bjarga Norðvesturlandi" frá fólksfækkun. 

Þegar virkjanaframkvæmdum lauk, urðu jafn margir atvinnulausir og höfðu fengið tímabundna atvinnu við framkvæmdirnar. 

Eftir sátu tvö störf til frambúðar og mesta fólksfækkun í þáverandi kjördæmi á okkar tímum, 13%. 

Hvalárvirkjun mun ekki skapa eitt einasta starf til frambúðar. Lettir við Jökulsárlón

Á málþingi um málið í fyrrasumar kom fram að þjóðgarðarnir á Snæfellsnesi og Vatnajökulsþjóðgarðar hefðu skapað störf fyrir fjölda kvenna á barneignaaldri, tugi slíkra starfa. 

Snæfellsjökulsþjóðgarður færir 3,8 milljarða króna tekjur með sér á ári og þar af verða 1,9 milljarðar eftir á svæðinu. 

Augljóst er, að enda þótt Strandaþjóðgarður eða Drangajökulsþjóðgarður skapi ekki svo miklar tekjur, munar það miklu fyrir 50 manna byggð að fá búbót af þessu tagi upp í fangið. 

Þar að auki er auðlindarenta fyrir borð borin með Hvalárvirkjun. Einn landeigandi verður ríkur en aðrir íbúar fá ekkert. 

 

 


mbl.is Konur auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

menn þreytast seint á þessu. sagt er að skattékjur skapi um 2.störf hugsanlega kvennastörf. hvað skapaði blanda miklar skattékjur. hvað þarf blanda mikið viðhald td. vegi að henni sem þarf stöðugt viðhald. það virðist aðrir aðilar en heimamenn græða mest á vestfjörðum á þá ekki sá góði doktor sem predikar mest að flytja á ísafjörð það myndi skapa nokkrar skatttekjur ef skattékjur er góður mælikvarði á gæði þjóðfélaga meðan ríkið getur ekki lagt þessum þjóðfélagshópum. afverju á þá ekki að leifa íbúunum þá að bjarga sér. nú kaupir vesturverk eða leigir virkjanaréttin eitthvert fara þeir peningar það getur umtalsverðir peningur skildi ómar hafa reiknað það inní tapið á virkjuninni 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.5.2018 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband