Væri gott að fá að sjá mynd af Teigsskógi.

Á þessari bloggsíðu hafa alloft verið gerðar athugasemdir við upplýsingar um staði og svæði á mbl.is, og farið fram á leiðréttingar, en einnig hefur Sigurður Sigurðarson gert svipaðar athugasemdir þegar það hefur átt við. Þorskafjörður, séður frá þjóðvegi 60

Slíkt hefur lengi átt við um fréttaflutning af vegarstæðinu um Teigsskóg, en hingað til hefur ekki sést nein mynd af Teigsskógi í fjölmiðli, heldur hafa myndirnar, jafnvel af ráðherra í skoðunarferð, verið teknar utan skógarins. 

Það á við um myndina, sem birtist á mbl.is af þeim stað á núverandi vegi, þar sem vegur um Teigsskóg myndi byrja. Teigsskógur. Reynitré

En Teigsskógur er reyndar í fimm kílómetra fjarlægð og séð frá ljósmyndaranum alveg i hvarfi handan við austurhlíð Hrómundarfells hægra megin á þessari mynd. 

 

P. S.  Í athugasemd greinir Ólafur Arnalds frá tilvist mynda úr Teigsskógi á vef sínum, og set ég eina slíka hér inn af þessu "kjarri" sem sumir kalla svo, jafnvel þótt um reynitré sé að ræða. Maður stendur neðan við trén neðst á myndinni. 


mbl.is Vilja að vegurinn liggi um Teigsskóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umfjöllun og nokkarar myndir hér:

https://www.moldin.net/teigsskoacutegur.html

Ólafur Arnalds (IP-tala skráð) 22.5.2018 kl. 19:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk. Ætla að skoða þetta. Ég fór vestur í dagsferð 2005 og gekk áætlaða leið fyrir þrettán árum og flaug yfir hana líka þar á eftir, hvort tveggja til töku ljósmynda og kvikmynda. 50 sekúndur voru sýndar úr gönguferðinni í fréttatíma. 

Í Eyjafjallajökulsgosinu eyðilagðist tölva mín og myndefni glataðist þá, og við flutninga við starfslok týndist efni, sem hugsanlega kann að vera til, þótt það finnist ekki. 

Ómar Ragnarsson, 22.5.2018 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband