Voru Íslendingar tunglfífl 1967?

Viðbrögð ýmissa við fréttum af erlendu vísindafólki til að undirbúa geimferðir hafa löngum verið þau, að svona geimferðatal sé hreinn fíflaskapur og að verið sé að hafa Íslendinga að fíflum. 

Í nýjustu viðbrögðunum af þessu tagi stinga þessi sjónarmið enn upp kollinum og er NASA nefnd "rugludallastofnun." 

Ég er nógu gamall til að minnast viðbragða við fróðlegan fyrirlestur í útvarpinu um komandi geimferðir 1954 þar sem spáð var fyrir um skot á gervihnöttum út í geiminn og geimferðir. 

Var gengið svo langt að spyrja, hver það væri hér heima sem leyfði útvarpinu að eyða tíma og fé í flutning á svona bulli. 

Ekki liður samt nema þrjú ár þar til Sputnik var skotið á loft og sjö ár þar til fyrsti geimfarinn fór í sína ferð. Gjástykki. Sköpun. Hraunleki

Árið 2000 kom Bob Zubrin, arftaki Carls Sagan í kynningu á geimferðum, og þá sérstaklega ferðum til mars,  formaður alþjóðlegra samtaka áhugafólks um marsferðir, til þess að kynna sér aðstæður hér á landi. 

Þremur árum seinna kom heil sendinefnd til landsins og leist vel á aðstæður í Gjástykki norður af Mývatni. 

Ég fór í hluta af báðum þessum ferðum, fljúgandi með Zubrin og akandi í Gjástykki, og sumir sem ég hitti, aumkuðu mig fyrir fíflaháttinn að vera í ferðum með þessum vitleysingum, taka myndir og flytja fréttir. 

Nú, fimmtán árum síðar, er ekki lengur hægt að afgreiða erlendu gestina sem fávíst áhugafólk, heldur er sérfrótt vísindafólk á ferð, rétt eins og að 1967 voru raunverulegir geimfarar hér á ferð. 

Tal bandarísku vísindamannanna nú um gjárnar íslensku rifjar það upp fyrirmér, að fyrir áratug hóf ég gerð kvikmyndar með heitinu "Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars" með Gjástykki sem miðpunkt.Gjástykki. Sandmúli, loftmynd

Þá stefndi hraðbyri í að framkvæma þá einróma niðurstöðu nefndar um skipulag hálendisins að Gjástykki yrði iðnaðar/virkjunarsvæði með tilheyrandi orkuveri, stöðvarhúsi, skiljuhúsi, háspennulínum, gufuleiðslum og virkjanavegum. 

Ég kláraði að skrifa handrit og ljúka kvikmyndatökum, en varð að hætta eftir klippingu á 20 fyrstu mínútunum vegna fjárskorts. Þessi 20 mínútna kafli bíður því eftir að verða lengdur, ef fé og tími gæfust til þess. 

Þegar hver virkjana- og stóryðjuhugmyndin kom fram eftir aðra á þessum árum, og Gjástykkisframkvæmdin frestaðist, fór maður að eltast við slík fyrirbæri um allt land, sem fer sífjölgandi. Virkjanirnar stefna nú í að komast yfir 200!   


mbl.is Vilja undirbúa Mars-leiðangur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Fyrir tugum ára lennti von Braun eldflaugum á tunglinu. Þótti þetta hið merka afrek ... þangað til að einstakir rugludallar "conspiracy theorists" bentu á nokkra galla í myndunum. Skuggar, vantar stjörnun á himininn svo eitthvað sé nefnt.  Þeir voru dæmdir rugludallar, vegna þess að allir vissu betur.

Að kaninn sagði það, var eins og Guð sagði það.

Síðan hefur komið í ljós að til eru geislar í geimnum sem drepur alla ferðalanga sem ekki eru undir þykkum skyldi. Þetta setur nú "fótinn fyrir dyrnar" með allar fyrirhugaðar geimferðir, og því engar enn á dagskrá.

Einhvern veginn tókst von Braun, það sem mönnum tekst ekki í dag.

Til dæmis, tókst honum að lenda geimfari sínu á þrífæti ... sem engum hafði nokkurn tíma tekist, né síðan ... hvorki á jörðu né af.  Á mars, var það látið af að láta bolta detta niður því aðrar aðferðir þekktust ekki.

von Braun, er ótvíræður snillingur allra tíma.

En síðan hefur NASA tekist að koma fram með enn betri skýringar á ýmsu og öðru.  Meðal annars með því að jörðin vex alls ekki.  Hún hefur alltaf verið þessi bolti sem við þekkjum ... og vex bara ALLS ekki, alla vega ekki meira en "hársþykkt" á hverju ári.

Hársbreidd ... er ekki mikið, enda hvaðan ætti efnið að koma ... af hverju lifðu risaeðlur þá, en ekki nú. Hvernig skópust fjöllin? af hverju snjóar? Jú, þetta er allt "heimsgátur", sem selja bækur árlega fyrir miljarða. Að jörðin hafi vaxið hársbreidd, þýðir að jörðin hefur lagt á sig það sem nemur fleiri tunglum í gegnum sögu jarðarinnar.

Sömu söguna má segja um allt annað, sem kemur frá "trúboðum" nútímans. Sem kalla sig "vísindamenn", en eru einungis sölumenn tímarita og bóka, sem hagnast á "doomsday theories" eða "heimsgátunum stóru".

En, hinar raunverulegu spurningar sem spyrja á ... til dæmis, af hverju hefur geislun sólar breist síðastliðin 10 - 15 ár?

Nú ætla ég bara að "fleigja" þessari spurningu hér, án þess að fara ýtarlegar í hana ... skora á ykkur að fletta þessu upp.

Örn Einar Hansen, 23.5.2018 kl. 22:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef menn hefðu aldrei þorað að fara spönn frá rassi hefðu landafundir gerst seint og illa. Ef ekki hefði verið reynt jafn "fífl"djarft og að senda hluti og menn út í geim væri ekkert gps né önnur nútíma tækni, sem byggir á geimvísindum. 

Ómar Ragnarsson, 24.5.2018 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband