25.5.2018 | 16:48
Hæstiréttur Íslands 2011 og 2018.
Í ársbyrjun 2011 úrskurðaði Hæstiréttur að ekki hefði að öllu leyti verið rétt staðið að framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings.
Í úrskurðinum var hins vegar ekkert nefnt sem benti til þess að þetta hafði haft áhrif á úrslit kosninganna, enda voru þessar nefndu misfellur þannig, að þær vógu hvor aðra upp.
Önnur var sú að hægt hefði verið að lesa af löngu færi yfir öxl kjósanda flókin talnaruna á kjörseðli hans, en hin misfellan átti að hafa verið sú að fulltrúar frambjóðenda hefðu ekki verið viðstaddir talninguna.
Víða erlendis eru miklu meiri líkur á því að einhver geti gjóað augum að kjósanda, eins og sést á mynd af Trump og konu hans að kjósa í Bandaríkjunum, þar sem maður stendur fyrir aftan þau hjón.
Sá úrskurður Hæstaréttar að stjórnlagaþingkosningin væri ógild var alveg á skjön við úrskurð Stjórnlagadómstóls Þýskalands, þar sem fundið var að framkvæmd kosninga en gefinn frestur til úrbóta í tvö ár og kosningarnar látnar standa.
Ekki er vitað um neitt annað land í okkar heimshluta þar sem úrskurður á borð við úrskurð Hæstaréttar Íslands 2011 hefur verið kveðinn upp.
Nú virðist Hæstiréttur hins vegar hafa tekið svipaðan pól í hæðina og Stjórnlagadómstóll Þýskalands gerði og úrskurðar að skipan dómara í Landsrétt skuli vera gildur.
Það leiðir hugann að þeim endemum, sem fólust í úrskurði Hæstaréttar varðandi stjórnlagaþingkosningarnar 2011.
Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En ef til vill eru ekki sömu lög um framkvæmd kosinga í USA og eru hér á Íslandi
Grímur (IP-tala skráð) 25.5.2018 kl. 17:10
Ómar minn. Mafíunnar þrælaverka-lögmenn, og siðblindugræðgi dómsstóla-þrælastarfsmanna? Eða hvað?
Er ekki Hæstiréttur í raun og veru bara marklaus: Lægsti réttur?
Siðferðis og réttlætislega óverjandi Lægsti réttur Íslands?
Ekki kunna þessir blessuðu lögmanna/dómara-postular Mammons einu sinni greinarnar í: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, hvað þá meir?
Guðsorkan góða stýri þessu stjórnleysis Íslands-fleygi til friðar og réttlætis hafnar. Ekki ráða Guðsorkulausir mennirnir og konurnar við það stýrimanns-hlutverk, án utanaðkomandi hjálpar góðu orkunnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2018 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.