25.5.2018 | 22:43
Ný sýn á mataræði og umhverfismál, líka fyrir Íslendinga?
Tveir einstaklingar í nánustu fjölskyldu minni hafa verið eða eru það sem kallað er grænmetisætur.
Sá eldri var þetta langt fram eftir aldri og einföldustu rök hans voru þau að það væri áttfalt betri nýting fólgin í þvi að nærast á fæðu, unninni úr maís og öðru dýrafóðri heldur en að nærast á dýrum, sem fóðruð væru með þessum jarðargróða.
Ég leitaði að gagnrökum á þessum tíma og þau helstu voru þau, að á Íslandi væri vegna kalds loftslags ekki um sömu möguleika að ræða til að nýta jarðargróða til beinnar neyslu og í hlýrri löndum.
Það væri því kannski ekki um annað að ræða en að nýta graslendið hér til að fóðra kvikfénað til slátrunar eða mjólkurframleiðslu.
Í útskriftarboði Hinriks Arnar Þorfinnssonarar átti ég áhugaverð samtöl við þá bræður, og er sá yngri, Rúrik Andri, grænmetisæta. Hann taldi, að málið væri ekki svo einfalt að þessi íslenska röksemd um grasið ætti við, heldur yrði að skoða málið frá miklu víðara sjónarhorni á alheimsvísu.
Og núna er ég ekki fyrr kominn heim en að sagt er á mbl.is frá nýrri og stórri úttekt á umfangi lífs á jörðinni, sem fær mann til að staldra við og skoða málið nánar upp á nýtt og í nýju ljósi.
Það er ekki vanþörf á því, svo augljóslega hefur mannkynið vanrækt það.
Áhrif agnarsmáa mannsins á jörðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhver fræðingurinn hélt því fram að færi margfalt meira vatn á hverja hitaeiningu af gúrku heldur en nautakjöti.
Haukur Árnason, 26.5.2018 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.