Er "vont veður" gott kosningaveður?

Frá upphafi Íslandsbyggðar hafa úrkoma og vindur haft á sér óorð. Á sumrin er slíkt veður illa séð fyrir útisamkomur og ferðalög og hefðin er nokkuð samfelld hvað það varðar að um aldir hefur votviðri um heyannatímann verið martröð bænda. 

Með breyttum þjóðháttum er þetta ekki lengur einhlítt. Þegar vel viðrar eru margir á faraldsfæti, en vvið það fækkar hins vegar þeim sem eru á ferli nálægt heimilum sínum og þar með nálægt kjörstöðum. 

Þegar talað er um gott kosningaveður í þeirri hugsun að sól og bliða felist í því, er því hugsanlega um úrelta hugsun að ræða sem miðist við allt aðra þjóðhætti og samgöngur en nú er, - best sé að veðrið sé nógu leiðinlegt til þess að það freisti ekki fólks til að fara í ferðalög í burtu frá lögheimilum sínum. 

Spurningunni um það hvort "vont" veður sé gott kosningaveður má kannski svara þannig, að hæfilegt votviðri með súld og litlu skyggni sé kannski skásta kosningaveðrið. 

 


mbl.is Úrkoman mest í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband