27.5.2018 | 18:11
Pawel er laginn í samstarfi.
Nú, þegar Viðreisn er í afar sterkri oddaaðstöðu í borgarstjórn, verður forvitnilegt að sjá hvernig borgarfulltrúar flokksins spila úr sínum spilum.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur reynslu af ýmiskonar vettvangi, sem kann að koma sér vel í borgarstjórn, og Pawel Bartoszek hefur getið sér gott orð hvað varðar samningslipurð og lagni í stjórnmálastörfum.
Um það get ég borið varðandi formennsku hans í C-nefnd stjórnlagaráðs, þar sem fyrirfram virtist vonlaust að komast að niðurstöðu vegna flækjustigsins varðandi kosningar og kjördæmi og ekki síður vegna þess hve gríðarlegur skoðanamunur var á milli nefndarmanna í upphafi.
Meira að segja hafði í erindisbréfi stjórnlagaráðs verið lögð blessun yfir að engu yrði breytt í þeim málum.
En fyrir sakir eindregins vilja nefndarmanna til þess að vinna sig fram til niðurstöðu, sem drægi fram sem flesta kosti mismunandi sjónarmiða, heits áhuga nokkurra nefndarmanna á þessu snúna sviði og ekki síst vegna þess að í nefndinni voru tveir stærðfræðingar, sem telja mátti mestu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi, Pawel og Þorkel Helgason.
Farið var í víðtæka könnun á skipan þessara mála í öðrum löndum, en útkoman varð séríslensk lausn, sem byggði þó að sumu leyti á þeirri hollensku.
Fyrirfram vissi ég að Pawel var í mörgu hægra megin í pólitíska litrófinu, en í vandasömum störfum sínum sem formaður, stóð hann sig að mínu mati afburða vel og sýndi mikla lipurð og sanngirni.
Afraksturinn af góðu starfi kom bæði nefndarmönnum og öðrum stjórnlagaráðsfulltrúum þægilega á óvart.
Það tókst að koma fram afnámi misvægis atkvæða og upptöku persónukjörs auk möguleika á því að kjósandi gæti skipt atkvæði sínu á þann hátt að það stæðist "álagspróf" þeirra Þorkels og Pawels.
Ég hygg að þegar tímar líði fram muni kosningakaflinn verða talinn einn sá merkasti meðal lýðræðisþjóða.
Kominn í draumastarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vantar alveg valdafíkns og þrætugenin í hann Pawel.Kannski ekki nógu hreinræktaður😂
Brynhildur (IP-tala skráð) 27.5.2018 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.