Krafan um einkafarartæki og dýrkun á stórum stöðutáknum eru sitt hvað.

Sverrir Agnarsson nefndir bíladýrkun Íslendinga sem höfuðástæðu fyrir góðu gengi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 

Ekki þarf annað en að renna augum yfir bílaauglýsingar blaðanna til að sjá þar tákn dýrkunar Íslendinga á bílum sem stórum og voldugum stöðutáknum. 

Í 18 síðna bílablaði Moggans í voru svokallaðir jeppar aðalatriðið á 16 síðum af 18. 

Þegar nánar er að gætt er hér alls ekki verið að uppfylla raunveruleg not fyrir jeppa á torförnum leiðum, því að meirihluti þessara tískubíla eru svo lágir frá vegi þegar sest hefur verið upp í þá með farangri í ferðalög, að þeir komast ekkert frekar en venjulegir fólksbílar með fjórhjóladrifi. 

Í ofanálag er drjúgur hluti þessara svokölluðu jeppa ekki einu sinni fáanlegir með fjórhjóladrifi! 

Í mörgum öðrum löndum má sjá, að fólk áttar sig á því að það þarf ekki 1600 kíló af stáli til að flytja 100 kíló af mannakjöti. En meðalfjöldi í hverjum bíl í borgarumferðinni er 1,1 maður. 

Í Japan væru umferðarvandamálin í borgunum löngu orðin óleysanlega ef ekki væri búið að vera þar kerfi í meira en hálfa öld, sem ívilnar bílum, sem eru ekki lengri en 3,40 metrar. 

Bílaflotinn ber þessa merki og þar eru til dæmis margir sex manna bílar, sem standast þessar kröfur, og bílar á borð við Daihatsu Cuore sem gefa sumum "meðalstórum" íslenskum bílum langt nef varðandi þægilegt set fyrir farþega. 

Nægt úrval er af bílum á markaði hér á landi, sem taka fimm í sæti með góðu móti, hafa nægan kraft og hraða, fá fimm stjörnur í árekstraprófum, eru með alveg þolanlegt farangurrými, en eru þó styttri en 3,70 metrar. 

Það er heilum metra styttra en meðallengdin sem íslenskir bíladýrkendur krefjast, en það er um 4,70 metrar. Léttir og Náttfari, Honda PCX og Dyun.

Þótt aðeins helmingur bílanna sem bruna með 1,1 mann um Ártúnsbrekkuna á hverjum degi væri metra styttri en núverandi meðalbíll, myndu 50 kílómetrar af malbiki verða auð samtals á hverjum degi, sem nú eru þakin bílum.

Ef fjölga mun um 70 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu fram til 2040 þýðir það að óbreyttri bíladýrkun fjölgun um 50 þúsund bíla. 

Augljóst er að þetta dæmi gengur ekki upp, vegna þess óheyrilega kostnaðar, sem fullnægjandi gatnakerfi kostar, auk þess sem það er einfaldlega ekki rými fyrir alla þessa bíla í umferðinni. Náttfari í smáherbergi.

Ég er eindreginn fylgismaður þess að hver íbúi á þessu svæði eigi sitt einkafarartæki. 

En þá verður að verða hugarfarsbreyting varðanda kröfu hvers manns á að eiga helst fimm metra langt tveggja tonna flykki fyrir hvern einasta mann. 

Með ívilnunum fyrir smærri bíla í japönskum stíl og með því að gefa fólki kost á að hafa innsiglaða vegalengdarmæla í bílum sínum og fá lækkun gjalda á þeim í samræmi við lítinn akstur er hægt að ná miklum árangri. Tazzari og Honda PCX

Ég hef undanfarin tvö ár verið með tilraun til þess að koma því þannig fyrir, að minnka vistsporið hvað snertir persónulegar ferðir á þann hátt að gerbreyta samgöngutækjunum, sem notuð eru og gera það þannig að láglaunafólk geti gert slíkt án þess að hagga í neinu við frelsinu, sem fylgir því að vera þó á eigin farartæki. 

Hef áður greint frá því og ætla ekki að endurtaka það að öðru leyti en því sem sést á tveimur myndum á síðunni, 700 þúsund króna fjárfesting í tveimur nýjum hjólum og 20 þúsunda króna mánaðargreiðslur til þess að eignast minnsta rafbíl landsins sem þó tekur tvo í sæti með fullum þægindum, nær 90 km hraða og hefur 100 km drægni. 

Kosturinn við að gera þetta svona er augljós: Vistsporið og umferðarvandinn fá tafarlausa lausn, sem hvorki borgarlína né kolefnisjöfnunartrjárækt leysa svona tafarlaust. 

 


mbl.is Óttast að Eyþór og Sigmundur nái völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og bíll Borgarstjóra er?

Rúnar Bergmann Sveinsson - Bílstjóri borgarstjóra

 

Ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi ökutækis og akstri borgarstjóra eftir þörfum. Sér jafnframt um akstur með boðsendingar og aðrar sendingar innan og utan borgarkerfis. Sinnir einnig innleiðingu vistvæns reksturs í Ráðhúsinu, þ. á m. sorpflokkun og vistvænum samgöngum. Samþykkt reikninga og aðstoð við almenn skrifstofustörf og þjónustu við viðskiptavini. Veitir tilfallandi aðstoð við öryggisvörslu Ráðhúss.

Borgari (IP-tala skráð) 28.5.2018 kl. 08:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég veit ekki hver bíll borgarstjóra er. Ef mitt kerfi væri í gildi og ég gegndi þessu starfi, væri það sá rafbíll, sem ég á, Tazzari Zero, sem hefur yfirburði yfir aðra í umferðinni vegna þess hve auðvelt að finna nógu stórt stæði fyrir hann. 

Í ráðhúsinu væri tiltækur bíll af gerðinni Dacia Duster 4x4 með 400 þúsund króna breytingu, 2ja sm upphækkun og 30 tommu dekkjum. Aðeins notaður í undantekningartilfellum vegna færðar eða nauðsynjar á fleiri sætum og rými. 

Ómar Ragnarsson, 28.5.2018 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband