Ekki sama hver á í hlut.

Það er ekki sama hver á í hlut þegar um skráningu fólks á lögheimili er að ræða og meðferð Þjóðskrár á slikum málum. 

Árum saman hefur það viðgengist að ráðherrar og þingmenn flytji lögheimili sín á staði, sem þeir koma varla á. Þjóðskrá lætur óátalið. 

Einn komst til dæmis á þing og í ríkisstjórn í gegnum pólítíkina í einu af nágannabæjarfélagi Reykjavíkur, innvígður og gróinn þar, en flutti síðan lögheimili sitt óátalið austur fyrir fjall til þess að geta hirt á aðra milljón króna í styrk vegna langrar vegalengdar á milli þings og heimilis. 

Annar var forsætisráðherra og búsettur í Reykjavík, en flutti skyndilega yfir á eyðibýli austur á landi, nokkurn veginn eins langt frá þinginu og hægt var. Allt í góðu með það og ráðherranum tryggður árlegur búsetustyrkur upp á ca níu mánaða ellilaun láglaunamanneskju. 

Söngur Bubba:  "Þingmaður og svarið er: Jaaaaáá" kemur upp í hugann.  

Ofbeldismenn flytja lögheimili sín léttilega inn á gafl hjá ofsóttum konum og börnum. Þjóðskrá hafnar því að blanda sér í málin. 

Síðan blasir við að þegar nokkrir einstaklingar flytja lögheimili sín norður í Árneshrepp, þá er allt í einu brugðist skjótt við og send lögregla inn á viðkomandi heimili til þess að kveða meintan ósóma niður varðandi lögheimilaflutninginn.  


mbl.is Ofbeldismenn flytja lögheimili án afleiðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband