2.6.2018 | 17:15
Stór bréf þarf fyrir stór mál.
Stærð bréfs Kim Jong-un til Bandaríkjaforseta hefur vakið athygli en þarf þó ekki að koma á óvart, því að það er stórmál fyrir Kin Jong-un og harðstjórn hans að halda völdum í Norður-Kóreu.
Í augun stjórnarherranna falla öll raunar öll önnur mál í skuggann.
Fidel Kastro á Kúbu gaf fordæmið með því að sitja af sér ellefu Bandaríkjaforseta, enda þótt sagt væri að fleiri banatilræði hafi verið gerð við Kastró en nokkurn annan ráðamann þessa langa tímabils í sögunni.
Með því að koma sér upp samningsaðstöðu með Kúbudeilunni svonefndu, tókst Fiedel og Sovétmönnum að fá óformlegt loforð Bandaríkjamanna um að ráðast ekki inn í landið, gegn því að hætt yrði við að setja upp eldflaugakerfi á eyjunni.
Eitt af því sem gerir Norður-Kóreumálið erfitt og snúið, er að svipað gildir um alþjóðastjórnmál og stjórmál almennt, - þau snúast um traust.
Stefna Kim og slekts hans hefur snúist um geti treyst loforðum um láta Kim í friði, ef Norður-Kóreumenn afsala sér kjarnavopnum sínum og eldflaugum til að skjóta þeim.
Meðan þessum vopnum er ekki öllum eytt á tryggilegan hátt hafa Norður-Kóreumenn ákveðna samningsaðstöðu, sem heldur málinu föstu.
En án samninga verður landið áfram í úlfakreppu fátæktar og þrenginga.
Kim sendi Trump risastórt bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.