2.6.2018 | 20:52
Nýr og hvimleiður "ósiður"?
Það þarf ekki talningu til að sjá stórfjölgun rafrettureykingafólks. Nú er það orðið að daglegu fyrirbæri að aka á eftir bíl, þar sem strókurinn stendur út um gluggann hjá bílstjóranum.
Þar að auki hefur samanlögðum neytendum tóbaksreykinga, munntóbaks og rafretta fjölgað um sex þúsund, og enda þótt margt rafrettureykingafólkið hafi hugsanlega stuðlað að fækkun tóbaksreykingafólks um 5500 á þremur árum, er fjölgun rafrettufólksins um meira en 9000 athyglisverð.
Þessi hraða þróun vekur nefnilega áleitnar spurningar, til dæmis þá, hvort nikótínfíkn fari vaxandi og greiði jafnvel leið fyrir niktótínfíkn "bakdyramengin" inn í þjóðfélagið og dragi þar með úr þeirri jákvæðu hlið, að tóbaksreykingafólk geti hætt sínum heilsuspillandi reykingum.
Ávanabinding er nefnilega margslungið fyrirbæri og þarf ekki einu sinni fíkn með beinumm líkamlegum áhrifum til.
Þar getur sá, sem þetta skrifar trútt um talað, því að í mars í vor náði hann því langþráða takmarki að hætta að naga neglurnar eftir sjötíu ára samfellda baráttu við þennan ósið, sem hefur valdið honum miklum leiðindum og oft vandræðum, og hann hefur skammast sín mikið fyrir.
Naglanag getur nefnilega orðið sérlega illvígt og neglurnar beinlínis nagaðar í tætlur, framan frá, á hlið, jafnvel neðan frá og aftan frá, auk hvimleiðs nags á annnöglunum.
Ósiðir af þessu tagi og hvers kyns ávanabindandi hegðun sækir oft sem viðbrögð við spennu eða álagi, til dæmis kaffiþamb eða neysla koffíndrykkja, svo að ekki minnst á áhrif sjálfs konungins, Bakkusar.
Þeim sem nota rafrettur stórfjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Ómar, það er sorglegt að ekki skuli vera hægt að losna við einn ósið án þess að fá annan og hann mögulega verri í staðinn. Ef ég tek upp síman undir stýri á áttahundruð km. leið og svara konu minni staðsettningu í fjórum fimm orðum, þá er ég orðinn sekur um glæp.
En sá sem hveikir sér í síkarettu á grænu eða treður í pípu á rauðu í Reykjavík er alveg blá saklaus af hverskona óaðgættni.
Það sama á við um þessa gufuröra tottara í umferðinni í Reykjavík undir stíri, að sími er ljóslega mun hættulegri á Mírdalssandi en gufu rör og pípur í Lækjagötunni í Reykjavíkl. Veit engin þó hverskonar gufur stíga úr þessum rörum.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2018 kl. 22:25
Ég hætti að reykja í mars 2011 síðasta sígarettan reykti ég fyrir utan hótel skip sem ég gisti í Amsterdam í Hollandi áður en ég fór til Coma í Kongó í tvær vikur.
Ég tók ekki sígarettur með mér og engin reykti sem fóru með mér og í landi frumskóganna Kongó voru ekki til sígarettur þar sem ég var svo það má segja að ég hafi platað mig í aðstæður að það var sjálfhætt að reykja í a.m.k. tvær vikur.
Þegar heim var komið var ekki aftur snúið minn vilji hefur ráðið för síðan hef ekki reykt ekki eina og hef ekki dottið það í hug að byrja að fá mér falsrettu til að láta af stjórn sem mér er fyrir bestu
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 2.6.2018 kl. 23:18
Sæll Ómar.
Mig grunar að það komi í ljós að rafrettur eru engu minni skaðvaldur
en sígarettur og finnst það alltaf jafn ótrúlegt
og einstök kaldhæðni að læknar skuli mæla með þessu.
Ætli þeir séu ekki gjöfum sínum líkastir, nú sem áður?!
Húsari. (IP-tala skráð) 3.6.2018 kl. 02:22
Hvimleiður? Hvers vegna? Þetta veldur ekki meiri truflun en þó einhver hósti. Hvers vegna lætur þú þetta angra þig? Saknar þú þess að naga neglurnar og öfundar þá sem enn hafa "ósið" til að njóta? Má ekki bjóða þér að byrja aftur að naga neglur svo þú getir hætt að skipta þér af athöfnum sem snerta þig ekki á nokkurn hátt og trufla enga eðlilega manneskju?
Hábeinn (IP-tala skráð) 3.6.2018 kl. 03:44
Nei, eru ekki Hábeinn leyniskytta kominn til að gera afskiptasemi mína og hvers lesti að aðalatriði umræðuefnis, sem er á döfinni.
Ég er nú bara að varpa fram spurningunum, sem er enn ósvarað varðandi frétt á mbl.is, af því að þetta fyrirbæri er svo nýtt. Ég "öfunda" engan af því að þurfa að berjast svipaðri baráttu og Bubbi Morthens, Jón Gnarr og Vilhelm G. Kristinsson heitinn við að hætta að reykja.
Ég er einn af þeim sem lét mig hafa það í áratugi að vera í vinnuumhverfi tímunum saman þar sem aðrir töldu sig hafa heilagan rétt til þess að búa til reykjarkóf, sem rannsóknir sýndu, að samsvaraði því að allir sem í því voru voru í sömu hættu á því að fá krabbamein og þeir sem reyktu.
Þegar horft var upp á nána vini, sem ekki reyktu, eins og Hauk Morthens, Ingimar Eydal og fleiri, verða að lúta þeim örlögum að veikjast og deyja um aldur fram af völdum óbeinna reykinga gerðust einhverjir svo djarfir að biðja um frelsi til að reykja ekki.
Ómar Ragnarsson, 3.6.2018 kl. 07:35
Sæll Ómar.
Alltaf fylgir Hábeini hressilegur andblær
og athugasemdir beittar og skarpar; engan hef
ég séð leika aðrar eins kúnstir í stílbrigðum
og rökfræðilegum háloftafimnleikum. Þetta má glöggt
sjá í pistlumn hans á þessu bloggi.
Af orðum Hábeins mætti ráða að hann telji þrætur um
reykingar og áfengi til valdatafls eða frekjuhundapólitíkur.
Það er þó altént allnokkurt tillegg til umræðunnar!
Húsari. (IP-tala skráð) 3.6.2018 kl. 11:24
Það að kalla þetta hvimleiðan ósið bendir til þess að Ómar bullari sé ekki "bara að varpa fram spurningunum". Hann virðist hafa sterkar skoðanir á athöfninni þó hann reyni að fela þær bakvið spurningar. Og umfjöllun bullarans er öll mjög neikvæð og eingöngu stuðst við skoðanir byggðar á ágiskunum og þekkingarleysi. Auk þess að vitna í rannsóknir á annarri vöru sem aldrei hafa sýnt þá niðurstöðu sem bullarinn heldur fram. Málstaðurinn getur varla verið sterkur þegar grípa þarf til lyga til að verja hann.
Hábeinn (IP-tala skráð) 3.6.2018 kl. 17:32
Krakkar mínir,
Eg nota rafrettu, ein besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég drekk líka kaffi og fíla það vel;
Doc (IP-tala skráð) 3.6.2018 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.