4.6.2018 | 07:59
Björn Björnsson ísbjörn keppir við hitabylgju um athygli.
Met hitabylgja í Noregi hefur að vísu ekki skilað sér nema að hluta til norður til Svalbarða, en þó hefur verið hlýrra þar undanfarna daga en að meðaltali á þessum árstíma, allt að sjö stiga hiti, sem er sjö stigum yfir meðaltali.
Undanfarinn sólarhring hefur hvítabjörn komist þar í fréttirnar með því að brjótast inn í hótel og stela þar matföngum.
Hefur Björn Björnsson ísbjörn þar með hlotið litlu minni frægð en Bör Börsson hlaut fyrir um 75 árum þegar Helgi Hjörvar eldri las söguna af Bör í útvarpi á þann hátt að þjóðin límdist við tækið.
Þegar sýslumaður kom á vettvang á þyrlu til að taka í tauman gerði Bjðrn Björnsson honum mikinn greiða með því að skríða út um glugga og hverfa á braut, svo að yfirvaldinu var sparað ómakið.
Um þessa greiðasemi Björns mætti nota vísu, sem gerð var sem þakkarvísa til nafna hans fyrir aldarfjórðungi, svohljóðandi:
Víst ertu snjall og vís, Björn.
Vin engan betri ég kýs, Björn.
You solve my case
and save my face
so sweetly with grace
and ease, Björn,
Norska hitabylgjan í tölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.