4.6.2018 | 18:09
Himnaríki Disneys verður að helvíti.
Walt Disney var áhrifamikill boðberi og frumkvöðull nýrra tíma og nýrrar tækni á ýmsum sviðum.
Eitt af því sem hreif huga hans var hið nýja "gervi"efni, plast, sem hann taldi að yrði snar þáttur í tæknibyltingu nútímans.
Svo heillaður var hann af plastinu í öllum þess myndum, að hann lét byggja sérstakt þorp eða borgarhluta, sem var eingöngu úr þessu dýrðarefni.
Disney taldi, og að líklega með réttu, að ýmis fyrirbrigði gamla tímans, eins og máttur ævintýrisins og sögunnar væru sígild.
Hann tvinnaði oft saman sköpunarmátt og ímyndunarafl, og þar gátu alveg ný fyrirbrigði eins og plast leikið stórt hlutverk.
Disney hefði aldrei órað fyrir því að himnaríkisefnið hans, plast, gæti orðið að ógn og jafnvel helvíti á einstökum svæðum á jörðinni og i höfunum.
Að hvalir og fuglar gætu drepist unnvörpum vegna plastáts og að heilu borgarhlutarnir í stórborgum þriðja heimsins gætu orðið að helvíti á jörðu vegna plastúrgangs.
Indland hefur risið úr öskustó að ýmsu leyti á síðustu árum sem iðnaðarveldi.
En vegna mannmergðar og stærðar hlaðast þar upp tröllaukin vandamál, sem fylgja neyslufíkn og neysluæði nútímans.
Margt af iðnaðarvarningi, sem fluttur er inn til vesturlanda frá Indlandi er nær okkur en við höldum.
Þannig var ódýrasti og einfaldasti bíllinn á markaðnum hér til 2013 Suzuki Alto, smiðaður á Indlandi og hefur reynst vel.
Alto er táknrænn fyrir það að í grunninn er hann svonefndur kei-bíll, það er, stensst ívilnunarkröfur í Japan með því að vera ekki meira en 3,40 m langur og 1,48 m breiður.
Ætlun Tata verksmiðjanna indversku var að gefa Indverjum kost á ódýrasta bíl í heimi, Tata Nano og útbreiða þannig skaplegan bílisma í landinu í bland við gríðarlega vélhjólaeign.
En þetta mistókst nær alveg. Vaxandi millistétt landsins var of snobbuð fyrir Nanoinn og gerði hins vegar smávegis breyttan Suzuki Alto að lang mest selda bíl landsins árum saman.
Á vesturlöndum er bíllinn 12 sm breiðari og 10 sm lengri en japanska útgáfan, og með 999 cc vél í stað 660.
Á myndinni er þessi indverski bíll á leið upp Nesháls í Húsavík eystri á leið yfir í Loðmundarfjörð í , en fjær sést hinn magnaði hnjúkur Hvítserkur.
Nú hefur Suzuki Celerio, aðeins stærri bill, en samt álíka léttur og sparneytinn, leyst Alto af hólmi í Evrópu.
Það er í samræmi við svipaðar samkeppniskröfur og gerðu Alto að metsölubíl á Indlandi en felldu Tata Nano.
Og neyslukröfur stækkandi millistéttar eru bókstaflega að drekkja fátækum íbúum Taimur Nagar í Nýju-Dehli í plasti og rusli.
Helvíti gert úr plasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli fari ekki fyrir rafvæðingu bílaflotans, eins og plastinu hjá Disney. Sérdeilis spennandi í fyrstu, en heimsböl er fram líða stundir. Hræddur um það ójá.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.6.2018 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.