5.6.2018 | 13:47
Hvert stefnir, - hverjir hagnast, - qui bono?
Nokkurra ára atburðarás í vopnakapphlaupi stórvelda heimsins leiddi til Fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Þegar öll þessi skref voru stigin var í hvert skipti tekin ákveðin áhætta, sem í orði kveðnu að minnsta kosti, var talin ásættanleg.
Hverjir högnuðust? Vopnaframleiðendur og þeir sem græddu á hagvexti.
Vopnaframleiðendur héldu áfram að hagnast í stríðinu sjálfu og stunduðu viðskipti yfir víglínurnar í báðum heimsstyrjöldunum.
En það hafði verið reiknað skakkt út hvert stefndi og allir töpuðu á endanum.
Nú eru þúsundfalt meiri váboðar á lofti þegar verið er að taka áhættu og spila með heimsfriðinn með auknum ýfingum og hervæðingu.
Hverjir hagnast? Jú, hergagnaiðnaðurinn. Hvert stefnir? Jú, í auknar ýfingar, illindi og átök og í þetta skipti er síst tekin minni áhætta en fyrir 1914. raunar margfalt meiri.
Miklu veldur sá, sem upphafinu veldur, er stundum sagt.
Íranar hefja auðgun úrans að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.