Faglegan borgarstjóra skortir pólitíska ábyrgð.

Ágætis maður, Egill Skúli Ingibergsson, var ráðinn "faglegur" borgarstjóri 1978, enda var þetta í fyrsta skipti sem þrir flokkar mynduðu meirihluta í borginni, og erfitt að finna einhvern borgarfulltrúa meirihlutaflokkanna, sem allir í meirihlutanum gætu sætt sig við. 

Hverju, sem um var að kenna, töpuðu flokkarnnir þrír meirihlutanum í hendur Sjálfstæðismanna, sem höfðu fengið öflugan og hressilegan forystumann, Davíð Oddsson. 

Davíð átti glæsilegan feril allt til 1990 og vann tvo glæsta sigra, í kosninunum 1986 og 1990. 

Frægt var tilsvar hans í sjónvarpsþætti í janúar 1986 þegar hann var spurður, hvort hann myndi skipa 8. sætið, baráttusætið, á lista Sjálfstæðisflokksins:  "Nei, það gefst betur að leiða hjörðina en að reka hana." 

Skýrar línur, borgarstjóraefnið í oddvitasætinu og með hámarks pólitíska ábyrgð. 

Þegar Davíð hætti 1991, varð Markús Örn Antonsson faglegur borgarstjóri en aðeins í tvö og hálft ár. 

Þá kom í ljós að betra væri að borgarfulltrúi með pólitíska ábyrgð leiddi lista Sjalla í kosningum, og tók Árni Sigfússon við starfinu, en enda þótt fylgið færi þá að vaxa, var það of seint. 

Þótt venulega fari yfir 90 prósent af viðfangsefnum borgarstjórnar ekki eftir pólitískum línum, er það ókostur að "faglegur borgarsstjóri" hefur ber ekki pólitíska ábyrgð. 

1994 sameinuðust minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn um einn framboðslista með einu borgarstjóraefni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. 

R-listinn hélt völdum sem heild tvö kjörtímabil með sterkum pólitískum borgarstjóra, en síðan gliðnaði hópurinn, Ingibjörg Sólrún fór í landspólitíkina, og þau Þórólfur Árnason voru skamma hríð við völd, hann "faglegur" en hún ekki í efsta sæti. Ótímabilið frá 2007-2010 ríkti glundroði í borgarstjórn. 

Jón Gnarr 2010 og Dagur B. Eggertsson 2014 voru báðir efstir á sínum framboðslistum og með pólitíska ábyrgð

Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu núna. 

Mörg dæmi eru um það í öðrum sveitarstjórnum að bæjarstjóri eða sveitarstjóri séu ráðnir sérstaklega og að það reynist vel. 

 


mbl.is Útiloka ekki að ráða borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ingibjörg Sólrún fór í landspólitíkina" þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað

Núverandi skilgreining á borgarstjóara er - Borgarstjóri gegnir þremur meginhlutverkum. Hann er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, opinber fulltrúi Reykjavíkurborgar og pólitískur leiðtogi meirihlutans. Öllum þessum hlutverkum fylgja skyldur, bæði fastar og valkvæðar.

og svo er borgarritari - Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans

Borgari (IP-tala skráð) 6.6.2018 kl. 10:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bjarni Benediktsson fór úr stólnum ári eftir kosningar 1946, Gunnar Thorodssen einu ári eftir kosningar 1958 og Davíð Oddsson einu ári eftir kosningarnar 1990. 

Ómar Ragnarsson, 6.6.2018 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband