Miklar kröfur til nútíma óperusöngfólks.

Það var viss upplifun í því að sjá og heyra óperuna Brothers í Hörpu í gærkvöldi. Hún dró vel fram þá framþróun og auknu kröfur sem eru í gangi á óperusviðinu til allra þátta slíkra verka. 

Óperan er 100 mínútna löng og án hlés, en flæði verksins krafðist slíks. 

Efni óperunnar er nátengt vaxandi grimmd í hernaði, sem sést hefur síðustu árin í Sýrlandi og víðar og höfðar að því leyti afar sterkt til óperugesta, sem lifa við hrylling frásagna og mynda af villimennsku nútíma styrjalda. 

Í sviðsetningu, útfærslu, söng og leik eru gerðar sívaxandi kröfur, sem gerðu það að verkum á sýningunni í gær, að það myndaðis tvöföld spenna í lokin, ekki aðeins varðandi framvindu söguþráðarins, heldur einnig hvernig afar vandasömum og dramatísku lokakafla myndi hreinlega reiða af, svo miklar kröfur sem hann gerði til allra þátta í viðamikilli og fjölmennu óperu. 

Það reyndi til hins ítrasta á færni og leikhæfileika aðal söngfólksins, sem stóðst prófið með mikilli prýði í atriði þar sem minnstu mistök máttu ekki gerast.

Fyrir gamlan leikhúshund eins og mig var þetta upplifun sem færði manni endurnæringu.  


mbl.is Frétti af verðlaununum frá sviðsmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband