15.6.2018 | 20:08
"Guð blessi Ísland" ef Messi verður eins og Ronaldo?
Ef Lionel Messi verður í svipuðum ham og Christiano Ronaldo var gegn Spánverjum nú í kvöld, koma hin frægu orð "Guð blessi Ísland" upp í hugann.
Spánverjar voru öllu betri í æðislegum gæðaleik, sem stóð undir öllum væntingunum fyrir stórleik.
En í liði Portúgals var einn maður, Christiano Ronaldo, sem lék 100 prósent fullkominn leik að öllu leyti, fiskaði spyrnur fyrir tvö mörk og skoraði öll mörkin þrjú, sem þurfti, þar af ævintýralegt draumamark úr einstæðri aukaspyrnu undir lokin.
Það kom fram að hann hefði átt hátt á þriðja tug sendinga sem voru allar fullkomnar.
Hann var í góðu markfæri í eitt skiptið, gaf boltann af fullkominni óeigingirni á félaga sinn, sem fataðist spyrna í dauðafæri.
Það var engan veikan blett að finna á þessum nýlega kjörna besta knattspyrnumanni heims.
En við höfum svo sem áður leikið landsleiki á móti Ronaldo, þar sem þáttaka hans í liði andstæðinganna varð til lítils.
Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi á morgun og eins og rakið hefur verið áður, hafa stórstjörnur áður brugðist vonum gegn íslenska landsliðinu og það getur auðvitað orðið raunin á morgun.
Skúraveður á meðan á leik stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ronaldo er stórkostlegur leikmaður, sem er í mismunandi ham á leikjum (það væri gaman að vera amma hans, ha! ha!). Fótboltinn er skemmtilegur og óútreiknanlegur en Ronaldo gerir jafnvel meira en það á leikjum. Hann getur látið hið óútreiknanlega gerast, eða þannig.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 15.6.2018 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.