17.6.2018 | 13:15
"Þau eru súr", sagði refurinn. Og Messi líka.
Hvorki Lionel Messi né Christiano Ronaldo á EM 2016 eru menn til að taka þeirri útreið sem þeir hafa fengið hjá íslenska landsliðinu af þeirri reisn og sanngirni, sem ætlast verður til af afburða mönnum eins og þeim.
Þeir sýna jafnvel hroka og yfirlæti eins og Ronaldo gerði.
Bvorugur þeirra áttar sig á þeirri staðreynd að Íslendingar hafa ýmist unnið sigra á bestu landsliðum heims eða náð jafntefli vegna þess að þeir eru með eitt af fáum landsliðum í svona keppni, sem skorar mörk í hverjum leik.
Og ekki bara það, heldur sést þegar yfir leikur Íslendinga og Argentínumana í gær er skoðaður, að Íslendingar fengu alveg jafn mörg og góð tækifæri til að skora mörk og Argentínumenn.
Það hefðu þeir ekki fengið ef þeir hefðu "ekki gert neitt" eins og Messi sagir.
Messi getur ekki kvartað yfir neinu misjöfnu hvað varðar það, hvernig íslensku leikmennirnir gátu með útsjónarsemi og skipulagi haldið honum niðri án þess að sækja neitt að honum né beita hann minnsta fautaskap.
Um þetta gildir gamla máltækið þegar refurinn sagði um berin: "Þau eru súr".
Það gildir einu hve mikinn hluta leiktímans liðsmenn í liði spila boltanum á milli sín án þess að nokkur broddur sé í spilinu.
Það eru martækifærin og skoruð mörk sem gilda, og í því standa Íslandingar jafnfætis liðum frá þúsund sinnum fjölmennari þjóðum.
Ísland gerði ekki neitt, sagði Messi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar eiga tvo leiki eftir. KróÓatía verður þeim erfið. Þeir eru sleipir og geta framkallað auka og vítaspyrnu þegar minnst varir.
Sigurður Antonsson, 17.6.2018 kl. 14:09
Ég las nú viðtal við Messí í Argentískum fjölmiðli eftir leikinn þar sem hann var spurður hvernig stæði á því að þeir hefðu tapað stigum á móti svona lélegum andstæðingi eins og Íslandi.Hann svaraði,, ef Íslendingar eru svona lélegir af hverju eru þeir þá á HM?. Ég tek ekki alltaf mark á öllum fréttasnápum né þýðingum þeirra enda ummæli leikmanna eins og Messí og Ronaldo oft teygð og toguð og þau birt og slitin úr samhengi.
Ragna Birgisdóttir, 17.6.2018 kl. 21:39
Á tilvitnuðum ummælum Messis má sjá mun á honum og Ronaldo, sem talaði í hrokafullum lítilsvirðingartóni um Íslendinga á EM. Nú sagði mikill sparkspekingur mér í dag að Argentínmenn hefðu fengið mun fleiri marktækifæri en Íslendingar. Það breytir ekki því að Íslendingar fengu þau mörg og skoruðu úr einu þeirra og hafa skorað mörk í öllum leikjum sínum á EM og HM.
Ómar Ragnarsson, 17.6.2018 kl. 23:12
Já, séu ummæli Leo Messi rétt eftir honum höfð, þá er hann fallinn af stallinum hjá mér. - En hann pikkaði nú samt í öxlina á einum úr "lélega liðinu sem gerði ekkert" og bað um treyjuskipti. - Hvað er það ?
Már Elíson, 18.6.2018 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.