Enn betra en Eyjafjallajökull?

Sjaldan hefur þjóðhátíðardagurinn íslenski verið haldinn í jafn miklum ljóma og nú.

Örlitla Ísland er jafnvel meðal fremstu frétta í fjölmiðlum um allan heim vegna þess, að landslið langminnstu þjóðarinnar, sem komið hefur liði sínu í úrslitakeppni HM, bætti sjálfum Lionel Messi í hóp þerra bestu knattspyrnumanna heims, sem hafa lotið í raun í lægra haldi með ladnsliðið ofurstjarna fyrir samtakamætti, skipulagi, elju og eldmóði hugrakkrar og merkrar þjóðar. 

Að sönnu kom Eyjafjallajökull Íslandi og Íslendingum endanlega á kortið hjá þjóðum heims, en það var fyrst og fremst að þakka einstæðri náttúru landsins. 

Nú hefur örþjóðin sjálf fyrir eigin verðleika komist aftur á kortið, og það er auðvitað miklu meira virði fyrir okkur heldur en nokkuð annað.  


mbl.is Hvað skrifuðu erlendir miðlar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband