18.6.2018 | 18:12
Allt er til í Rússlandi og Ameríku?
Það hefur stundum verið sagt að lítil takmörk séu fyrir því, hvaða fyrirbrigði í mannlífinu og þjððfélaginu séu að finna í hinu gríðar stóra og litríka samansafni fólks sem býr í Bandaríkjunum.
Öfgarnar fari oft langt fram úr hugmyndafluginu hjá venjulegu fólki.
En þetta virðist líka geta átt við langviðáttumesta ríki veraldar.
Rússinn Vasilihj Utkin er greinilega einn af þeim stóryrtu og ofsafengnu fjölmiðlamönnum sem elska að ganga fram af sem flestum til þess að verða í miðpunkti umtals og hávaða.
Í þeim efnum láta þeir sig engu varða hve langt sú steypa og ofsi getur leitt, sem til þarf.
Fróðlegt er að sjá, hvernig hann tönnlast aftur og aftur á sama ruglinu um Ameríkuferðir Leifs Eiríkssonar, Þorfinns Karlsefnis og Bjarna Herjólfssonar.
Og virðist þar á ofan ekki hafa hugmynd um ferðir norrænna manna allt til Svartahafs upp eftir fljótum Rússlands og Úkraínu.
Fúkyrðaflaumur af því tagi sem hann stundar er að engu hafandi sem betur fer.
Íslendingar komu til að eyðileggja fótboltann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held nú að þessi kjáni hafi nú varla beint helminginn af þessu bulli. Bara einn af þessu athyglissjúku kjaftöskum...sem hafa (og eru enn) nú aldeilis riðið húsum á korknum hjá þér í gegnum tíðina.
Már Elíson, 19.6.2018 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.