Gervigreindin, bæði stærsta framfaraskrefið og mest ógnin?

Svokölluð gervigreind fer senn að taka við af kjarnorkuvígbúnaði þjóðanna sem mesta ógnin við tilveru mannkynsins, en hefur þó það fram yfir kjarnorkuvopnin, að í gervigreindinn felst líka einhvert mesta framfaraskrefið, öllu heldur gerbylting, sem er í gerjun. 

Nú þegar eru komnir gervigreindarróbotar sem leysa þúsund sinnum flóknari vandamál en mannsandinn getur leyst en stefna í að verða gæddir forrituðum tilfinningum, sem sem vilja og eigingirni, sem gætu orðið mannkyninu dýrkeypt ef ekki er farið að með gát. 


mbl.is IBM þróar vélmenni sem rökræðir við fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er full ástæða til að stíga varlega til Jarðar, en það verður ekki gert. Það þarf að hætta að heilaþvo krakkana og rækta í staðinn með þeim tortryggni, sérstaklega á viðteknar skoðanir. 

Hættulegustu stjórnmálastefnur mannkynssögunnar voru innleiddar þar sem fólk lét endurtekningar heilaþvo sig og hætti að gagnrýna viðteknar skoðanir.

Geir Ágústsson, 20.6.2018 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband