21.6.2018 | 08:12
Það eru ellefu menn í hvoru liði inni á vellinum.
Í hverjum knattspyrnuleik eru ellefu menn inni á vellinum í hvoru liði. Í stöðugri viðleitni fjölmiðla og almennings til að leita að einhverri dramatík í kringum einstaka sjörnuleikmenn er eins og að þessi einfalda staðreynd vilji gleymast, jafnvel hjá leikmönnunum sjálfum.
Íslenska liðið á HM hefur fengið gagnrýni fyrir það að "eyðileggja" knattspyrnuna með því að beita aleflingu líkama og sálr við að nýta sér þá möguleika sem baráttuvilji, skipulagning, samheldni og eldmóður getur búið til úr ellefu manna liðsheild.
Þeir sem beita svona gagnrýni vilja í raun breyta íþróttinni í keppni í stjörnustælum og útrýma þeirri fegurð sem felst í því þegar órofa liðsheild býr til keppnislið, þar sem útkoman af samanlögðu afli liðsmanna er stærri en summan af getu hvers og eins.
Því að eftirminnilegustu knattspyrnulið sögunnar hafa einmitt verið af þessum toga, svo sem lið Brasilíumanna á dögum samspilssnillinga á borð við Sókrates og kó þar sem á stórum köflum hvers leiks var hreinn unaður að njóta snilldarlegra samspilshæfileika liðsheildarinnar.
Finnst það ósanngjarnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjá Rómverjum voru leikir fyrir lýðinn og fyrirmenni. Í dag eru það 22 leikmenn sem elta boltann og með sjónvarpinu verður lýðurinn þátttakandi. Fegurðin í samspili og tækni er lofsverð og undirstaða alls árangurs. Fótboltinn örvar alla leiktækni og sýnir hvernig ná má árangri með markvissu samspili
Ef illa gengur eru uppi allskonar sviðsmyndir. Í leiðara Fréttablaðsins í dag er umfjöllun um blóraböggla sem hinir " blágrænu" á eldeyjunni fundu þegar allt gekk ekki eftir. Í sama blaði er "grænn" pistill um fangabúða börn demókrata. Allt notað í pólitíkinni.
Sama er oft upp á teningnum í atvinnulífinu. Fullt af mönnum sem gagnrýna samspil sem skilar miklu til uppbyggingar og skapar mörg störf. Hópvinna er góð þegar hún skilar góðu framtaki. Það er enginn einn Palli í heiminum.
Sigurður Antonsson, 21.6.2018 kl. 08:45
Sæll Ómar.
Hver skussinn hlýtur að geta talið upp að 11
og jafnvel þeir til sem nái því að telja upp að 22.
Er það ekki tímanna tákn að íslensk yfirvöld beygi sig
fyrir yfirþjóðlegu valdi og sitji heima þegar sól
íslenskrar knattspyrnu skín hvað hæst á himni.
Og að þetta skuli gerast á afmælisári Fullveldis Íslands!
Sennilega verður það þessi sneypa og skömm sem ein situr
eftir í minni þegar árið 2018 verður gert upp.
Sitja heima, sitja heima, gaman-gaman!!
Húsari. (IP-tala skráð) 21.6.2018 kl. 09:40
Ég hef ævinlega verið því andvígur að spyrða saman íþrótta- og listviðburði við stjórnmál. Dæmi um tvískinnung í slíkum málum var þegar leiðandi vestrænar þjóðir sameinuðust um að eyðileggja Ólympuleikana í Moskvu 1980 vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan, þar sem Bandaríkjamenn studdu Mujaheddin múslima dyggilega.
Þetta olli því að kommúnistaríkin sniðgengu OL í Los Angeles 1986 og eyðilögðu þá.
Þá höfðu Sovétmenn dregið sig út úr Afganistan að öfgamúslimarnir, sem Kanar höfðu stutt og urðu að Talibönum, náðu völdum.
Sömu þjóðir og stóðu að því að sniðganga Ólympíuleikana í Moskvu, réðust síðan með her inn í Afganistan og hafa verið þar síðan.
Ómar Ragnarsson, 21.6.2018 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.